Farið er yfir grunnþætti verksamninga. Fjallað um lög, reglugerðir og staðla sem gilda um samskipti meistara og útboðsaðila. Nemandi æfist í að áætla efni og vinnumagn og reikna út einingarverð á fyrirfram ákveðnu verki.
A - hluti
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
verklýsingum og tilboðsgerð.
uppsetningu og frágangi tilboða.
mismunandi formum verksamninga.
samskiptaferlum við hið opinbera.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
gera verklýsingar og reikna út einingarverð.
gera verksamninga.
gera tilboð.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
setja saman verklýsingu og gera útboðsgögn.
reikna út einingarverð og ganga frá tilboði.
gera innkaupaáætlanir og tengja verkáætlunum.
útfæra tilboð og gera verksamninga.
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá