Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1706261759.51

    Öryggis- og umhverfismál
    MÖRU4MS02(B)
    2
    Öryggis- og umhverfismál
    Öryggis- og umhverfismál
    Samþykkt af skóla
    4
    2
    B
    Farið er yfir kröfur löggjafans varðandi vinnuverndar- og öryggismál. Kennslan miðar að því að nemandi öðlist góðan skilning á skyldum verkkaupa og verktaka m.t.t. vinnuverndar- og öryggisþátta, þekki hlutverk samræmingaraðila á hönnunar- og framkvæmdastigi og verði fær um að vinna öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir vinnustað, þ.m.t. áhættumat fyrir varasama verkþætti. Nemandi vinni öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrir gefna framkvæmd á sínu sviði og kynni niðurstöður sínar og röksemdir.
    A - hluti
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • skyldum atvinnurekenda og verktaka í vinnuverndarmálum.
    • lágmarkskröfum löggjafans til vinnuumhverfis.
    • hlutverki samræmingaraðila á hönnunar- og framkvæmdastigi.
    • gerð öryggis- og heilbrigðisáætlunar.
    • framkvæmd áhættumats fyrir varasama verkþætti.
    • utanumhaldi öryggishandbókar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina kröfur og hlutverk er lúta að vinnuverndar- og öryggismálum.
    • ná í nauðsynlegar upplýsingar og þekkingu um vinnuverndar- og öryggismál.
    • miðla þekkingu á vinnuvistfræði og öryggismálum.
    • framkvæma áhættumat.
    • skipuleggja eftirfylgni með vinnuumhverfisstefnu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita mismunandi aðferðum við framkvæmd vinnuumhverfisstjórnunar við stjórnun framkvæmda.
    • beita þekkingu sinni á sviði vinnuverndar- og öryggismála á raunverulegt dæmi.
    • rökstyðja eigin lausnir í vinnuverndar- og öryggismálum.
    • meta nauðsynlegt umfang forvarnaraðgerða eftir umfangi verka.
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá