Nemendur lesa eina Íslendingasögu og Snorra-Eddu, báðar í styttri, einfaldaðri útgáfu. Haldið áfram með setningafræði og stafsetningu.
Nemandi þarf að hafa lokið 10 feiningum í íslensku á 2. þrepi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu atriðum norrænnar goðafræði
helstu áhrifum norrænnar goðafræði á bókmenntir og íslenskt mál
þjóðfélagsgerð þjóðveldistímans
helstu reglum við gerð heimildaritgerðar
helstu stafsetningarreglum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa einfaldar útgáfur á fornsögum
afla sér þekkingar og upplýsinga varðandi heimildaritgerðir
skrifa upp lesinn texta úr daglegu máli
beita algengustu stafsetningarreglum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tjá sig munnlega og skriflega um fornbókmenntir
bera saman þjóðfélagsgerð þjóðveldistíma og nútíma
skrifa heimildaritgerð
Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Verkefni nemenda, jafnt munnleg sem skrifleg, eru metin til einkunnar ásamt prófum sem lögð eru fyrir reglulega.