Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1706620740.34

  Fornbókmenntir á einföldu máli
  ÍSAN3BÓ05
  7
  íslenska sem annað mál
  Bókmenntir
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Nemendur lesa eina Íslendingasögu og Snorra-Eddu, báðar í styttri, einfaldaðri útgáfu. Haldið áfram með setningafræði og stafsetningu.
  Nemandi þarf að hafa lokið 10 feiningum í íslensku á 2. þrepi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu atriðum norrænnar goðafræði
  • helstu áhrifum norrænnar goðafræði á bókmenntir og íslenskt mál
  • þjóðfélagsgerð þjóðveldistímans
  • helstu reglum við gerð heimildaritgerðar
  • helstu stafsetningarreglum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • lesa einfaldar útgáfur á fornsögum
  • afla sér þekkingar og upplýsinga varðandi heimildaritgerðir
  • skrifa upp lesinn texta úr daglegu máli
  • beita algengustu stafsetningarreglum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • tjá sig munnlega og skriflega um fornbókmenntir
  • bera saman þjóðfélagsgerð þjóðveldistíma og nútíma
  • skrifa heimildaritgerð
  Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Verkefni nemenda, jafnt munnleg sem skrifleg, eru metin til einkunnar ásamt prófum sem lögð eru fyrir reglulega.