Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1707120776.83

    Sköpun og skrif
    ÍSLE3RS05
    125
    íslenska
    Skapandi skrif
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Markmið áfangans er að kynna nemendur fyrir heimi skáldskaparins. Bæði kraftur ímyndunaraflsins og undur hversdagsleikans verða virkjuð. Nemendur spreyta sig á því að skrifa dagbók og smásögur og þannig þroska hæfileika sína til þess að segja sögur og skapa sagnaheima með mismunanda frásagnarstílum og sjónarhornum. Á námskeiðinu verða lagðar fyrir ýmsar æfingar, bæði heimaverkefni og tímaverkefni, t.d. ósjálfráð skrif í anda súrrealistanna og dagbókarskrif með áherslu á skynjun hversdagsins. Nemendur halda dagbók á meðan á námskeiðinu stendur þar sem þeir geta skrifað allt sem þeim dettur í hug en sérstök áhersla verður lögð á mat og veður. Tilgangurinn með því er að gera nemendur vakandi fyrir eigin umhverfi og þankagangi svo að þau geti fundið fræ sem verða að hugmyndakveikjum fyrir áframhaldandi skrif. Rýnt verður í sögur nemenda á uppbyggilegan hátt.
    10 einingar á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ýmsum tegundum bókmennta og nytjatexta
    • helstu hugtökum í frásagnarfræðum
    • sagnamennsku, sagnagerð og persónusköpun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna skapandi efni frá hugmynd til birtingar
    • ganga frá eigin verkum til birtingar eða flutnings
    • veita uppbyggilega gagnrýni og nýta sér hana frá öðrum
    • skrifa smásögur og örsögur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrifa vel uppbyggðan og grípandi texta
    • beita málinu á viðeigandi og árangursríkan hátt í ræðu og riti
    • skrásetja hversdagsleikann
    • tjá sig í hópi um sögur sem lesnar eru
    • skila af sér skapandi og persónulegum sögum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá