Eigið sköpunarverkefni á sviði lista eða hönnunar. Þjálfun í ferlis- og hugmyndavinnu, að sýna eigin verk og geta rætt um þau, tekið við og veitt uppbyggilega gagnrýni er umfjöllunarefni áfangans. Fjölbreytt verkefni koma til greina, enda er hugmyndin að gefa nemendum tækifæri til að vinna að verkefnum sem nýtast sem undirbúningur fyrir frekara nám og eiga að bera vott um eigin áherslur, áhugasvið, vinnubrögð og viðfangsefni.
Að lágmarki 130 einingar, á þriðja námsári.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
eigin styrkleikum og áhugasviði
mikilvægi skrásetningar í ólíkum formum
vinnubrögðum skapandi vinnu
hugtökum tengdum skapandi vinnu
mikilvægi ferlisvinnu og þeim möguleikum sem í henni felast
tengslum skapandi og gagnrýnnar hugsunar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skipuleggja verkefni með ábyrgum og sjálfstæðum hætti
sýna frumkvæði og skapandi nálgun
beita viðeigandi aðferðum við útfærslu verkefnis
tjá sig á skýran, ábyrgan, gagnrýninn og skapandi hátt um eigið verkefni
velja viðeigandi miðlunaraðferð og beita henni af öryggi
taka þátt í samvinnu þegar við á
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
þróa hugmyndir og sýna sjálfstæði, áræðni og innsæi við útfærslu þeirra og túlkun
greina, tjá sig um og meta eigin verkefni og annarra af þekkingu, víðsýni og virðingu
takast á við ný verkefni og breyta hugmynd í afurð
átta sig á virði verkefnisins og menntunar sinnar fyrir samfélag og atvinnulíf
standa að sýningu/viðburði og miðla þar verkefnum sínum