Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1707236190.43

    Lista- og menningarsaga, samspil lista og samfélags
    LIME2LS05
    4
    listir og menning
    Listir, maður og samfélag
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum læra nemendur um forsendur lista frá hellaristum fram til loka heimsstyrjalda 20. aldar. Markmið áfangans er að nemandinn geri sér grein fyrir eðli þeirra þátta sem mótað hafa listsköpun mannsins í gegnum tíðina. Nemendur rannsaka hvert þema undir stjórn kennara, greina helstu þætti lista, menningar og þjóðfélagshátta á hverju tímabili. Hvernig samfélagsgerð vísindi, trú, tækniframfarir, atburðir og stjórnarfar hafa áhrif á listir og hvernig listir hafa áhrif á þessa þætti á móti. Þá er einnig fjallað um stöðu listamanna í samfélaginu á ólíkum tímabilum.Nemendur nýta sér fjölbreytta miðla við upplýsingaleit og við framsetningu hugmynda sinna.
    LSTR1LS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • menningarlegri og hugarfarslegri þróun og margbreytileika í mannlegu samfélagi
    • því hvernig listir eru nátengdar félagslegum veruleika á hverjum stað á hverjum tíma
    • sínum eigin menningarheimi í tengslum við þau tímabil í sögunni sem um ræðir hverju sinni
    • samsvörun og mismun á menningu þess staðar sem nemendur rannsaka og á íslenskum veruleika sama tímabils
    • hugtakinu menningararfur
    • hugtakinu list
    • hugtakinu hönnun
    • hugtakinu handverk
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • kynna niðurstöður sínar á fjölbreyttan hátt
    • skilja hvernig hin ólíku listform tengjast hefðum, notagildi, listrænu yfirbragði, samfélagsímynd, þjóðareinkennum
    • skipuleggja vinnu og þekki til hugmyndavinnuaðferða í frjálsu hópastarfi
    • vinna sjálfstætt og tileinka sér gagnrýna og skapandi hugsun
    • kynna verkefni sýn á fjölbreyttan og áhugaverðan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera sér grein fyrir samhengi á milli ólíks birtingarmáta tjáningar á ólíkum stöðum og ólíkum tímum
    • greina sameiginlega þræði í ólíkum listgreinum á hverjum tíma
    • skilja hvernig atriði eins og staðhættir, náttúruauðlindir, tæknistaða og stjórnarfar geta mótað möguleika manna til menningarlegrar tjáningar
    • nýta sér vinnubrögð sjálfstæðrar verkefnavinnu
    • taka á virkan hátt þátt í umræðu um verkefni sín og annarra nemenda
    • geta notað hugtök til að fjalla um menningu og menningararf, listir, hönnun, handverk
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.