Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1707312519.34

    Félagsfræði, ólíkir menningarheimar
    FÉLA3ÓM05
    42
    félagsfræði
    Ólíkir menningarheimar
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Fjallað er um mismunandi hugmyndir um margbreytileika heimsins og mismunandi hugmyndir á milli menningarsvæða. Nemendur þurfa að gera sér grein fyrir efnahagslegum, stjórnmálalegum og menningarlegum einkennum ólíkra menningarheima. Þeir kynnast mismunandi kenningum, gildum og viðmiðum auk þróunarmöguleika samfélaga á ólíkum svæðum. Jafnframt verður farið yfir spennu, átök, samskipti og aðkomu Íslands á heimsvísu.
    FÉLA2SS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtökum sem notuð eru í umræðu um alþjóðamál
    • kenningum, viðfangsefnum, rannsóknaraðferðum og álitamálum
    • skýringum á ólíkum menningaraðstæðum
    • ólíku stjórnarfari og efnahagslegum veruleika
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tengja einstök viðfangsefni lífi í nútímasamfélagi
    • leita upplýsinga um málefni mismunandi menningarsvæða á markvissan og gagnrýnin hátt og setja í fræðilegt samhengi
    • lýsa breytingum sem orðið hafa á stöðu ýmissa svæða síðustu ár og áratugi
    • bera saman mismunandi gildi og viðmið út frá menningu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leggja mat á mismunandi útskýringar og kenningar um ástand og stöðu svæða
    • miðla þekkingu sinni og afstöðu í samræðu og rökræðu
    • útskýra og rökstyðja mismundi áherslur ólíkra menningarsvæða
    • vinna með heimildir og gera grein fyrir niðurstöðum sínum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.