Markmið áfangans er að efla og styrkja vitund þátttakenda á heilsusamlegu líferni, andlegu, líkamlegu, og félagslegu. Og gera sér grein fyrir eigin ábyrgð á heilsusamlegu líferni.
Áfanganum er skipt í fyrirlestra og verklegar æfingar, farið verður í líkamsrækt, heilsuvernd, mataræði, jóga og þannig stuðlað að því að nemendur verði meðvitaðir um helstu áhrifavalda sem snerta heilsusamlegt líferni, hvað hefur áhrif á þá andlega, líkamlega og félagslega.
Nemandinn öðlast færni og þekkingu á samskiptum, framkomu, deilum, slökun, sjálfsaga og ýmsu fleiru. Nemendur skoða hæfileika, veikleika, og styrkleika sína og læra nýta sér þá.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
heilsusamlegu líferni og vellíðan
á því hvað forvarnir og heilsuvernd eru mikilvægir þættir í heilsusamlegu líferni
eigin styrkleikum og veikleikum
fordómum og mögulegum ástæðum þeirra
eigin fordómum og leiðum til að takast á við þá
menningu og menningarmun milli þjóða og þjóðfélagshópa
mannréttindum
sjálfsmynd og sjálfstrausti
álagi, streitu og kvíða
samskiptum bæði góðum og slæmum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
stunda heilsusamlegt líferni
gera sér grein fyrir helstu áhrifavöldum á andlegt, líkamlegt og félagslegt líferni hans
bera kennsl á neikvæða áhrifavalda og bregðast við þeim
greina eigin styrkleika og veikleika
gera sér grein fyrir eigin fordómum
efla sjálfsmynd sína og annarra
gera sér grein fyrir neikvæðum áhrifum af streitu, álagi og kvíða
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hugsa lausnamiðað um eigin heilsu
gera áætlanir um heilsusamlegt líferni sem henta honum