Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1708002692.68

    Menningararfleifð
    ERLE1MA05
    2
    erlend samskipti
    Menningararfleifð
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanginn er erlent samstarfsverkefni þar sem unnið er með menningararfleifð. Annars vegar er kannað hvað menningararfleifð er, mikilvægi hennar og hvers vegna hún er nauðsynleg fyrir jafnrétti samfélaga og því mikilvægur liður í alþjóðasamfélaginu. Á hinn bóginn er kannaður munur milli áþreifanlegs og óáþreifanlegs menningararfs, merking óáþreifanlegra þátta ólíkra menningarheima, auk þess að kortleggja þá stafrænt. Áfanginn einblínir á að kenna nemendum mikilvægi varðveislu á óáþreifanlegum menningararfi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • varðveislu menningararfleifðar
    • stöðu menningararfleifðar
    • mikilvægi menningararfleifðar
    • áþreifanlegum og og óáþreifanlegum menningarheimum
    • alþjóðlegri samvinnu varðandi menningararf
    • merkingu ólíkra menningarheima
    • mikilvægi jafnréttis og menningararfleifðar
    • fjölbreyttum leiðum varðveislu lifandi hefða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa efni um menningararf
    • vinna saman í menningarmálum
    • átta sig á áþreifanlegum og óáþreifanlegum menningararfi
    • skoða og kanna ólíka menningarheima
    • kortleggja menningararf stafrænt
    • flokka mismunandi tegundir menningararfs
    • útskýra og beita hugtakinu sjálfbærni í menningarmálum
    • ræða og rökstyðja val á menningararfi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hafa áhrif á nærsamfélag
    • skilja umræðu og hugtök tengd menningararfi
    • geta tekið virkan þátt í umræðu um ákvarðanatöku um varðveislu menningararfleifðar
    • taka ábyrga og gagnrýna afstöðu til menningarmála og rökstyðja þá afstöðu
    • sýna ábyrgð í eigin umgengni við menningararf
    • öðlast heildstæða mynd af vanda sem ógnar framtíð óáþreifanlegs menningararfs og mikilvægi alþjóðahyggju í þessum málaflokki
    • átta sig á áhrifum hvers einstaklings sem samfélagsþegn á sitt menningarsamfélag
    • taka þátt í nýsköpun sem leiðir til sjálfbærni í menningarmálum
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.