Í áfanganum kynnast nemendur sögu og þróun glæpasagnaritunar. Nemendur kynnast nokkrum enskumælandi glæpasagnahöfundum, lesa og meta verk þeirra, auk þess að kynna sér aðra þekkta höfunda og þýddar glæpasögur á ensku. Í áfanganum eru skoðuð helstu einkenni glæpasagna og rýnt í þekktustu verk frá Bretlandi og Bandaríkjunum.
10. einingar í ensku á 2. þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
á formi og einkennum bókmenntategundarinnar
sögu og þróun glæpasagnaritunar, stöðu hennar innan bókmenntanna og tengslum við aðra miðla, t.d. bíómyndir og sjónvarp
verkum nokkurra erlendra glæpasagnahöfunda
áhrifum glæpasögunnar á nútímasamfélag (hvernig vinsældir glæpasagna hafa teygt sig á önnur svið)
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita helstu hugtökum bókmenntafræðinnar í umfjöllun um form og einkenni glæpasögunnar
lesa og fjalla um glæpasögur á gagnrýninn og fræðilegan hátt
flytja af öryggi vel byggða kynningu á bókmenntalegu viðfangsefni
vinna að skapandi verkefnum þar sem lögmálum glæpasögunnar er beitt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
dýpka lesskilning sinn
auka og bæta við orðaforða og málskilning
átta sig á samfélagslegri skírskotun og ná duldum boðskap og hugmyndum
tjá rökstudda afstöðu og taka þátt í málefnalegri umræðu um bókmenntir
sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum, umfjöllun og verkum
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.