Í þessum áfanga verður fjallað um upphaf íslenskrar ritmenningar, rætur íslensku og farið yfir norræna goðafræði með hliðsjón af helstu heimildum norrænna manna um efnið. Unnið verður með grundvallarhugtök ritunar og málnotkunar. Undir það falla t.d. grunnhugtök í málfræði, setningafræði og stafsetningu og mismunandi málsnið og stílbrögð í tengslum við ritun. Þá verður farið í meðferð og notkun hjálpargagna og heimilda í tengslum við ritgerðarsmíð. Nemendur vinna og kynna munnlega eigin verkefni, hver fyrir sig og/eða með öðrum. Áhersla á fjölbreytt verkefni sem reyna á sjálfstæð vinnubrögð og mismunandi hæfni nemenda, auka víðsýni og gagnrýna hugsun.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
upphafi íslenskrar ritmenningar
munnmenntum
norrænni goðafræði og helstu heimildum um hana
tengslum norrænnar goðafræði við evrópska menningu
grunnhugtökum í bókmenntafræði
helstu hugtökum í ritgerðasmíð
orðaforða sem nægir til að skilja íslenskt nútímamál í ræðu og riti
uppbyggingu einfaldra heimildaritgerða
málfræðihugtökum og ritreglum sem nýtast í tal- og ritmáli
notkun hjálpargagna og heimilda og mati á gildi heimilda
uppsetningu og frágangi heimilda
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa ýmsa texta sem tengjast efninu sér til gagns og gamans, greina þá og fjalla um inntak þeirra á skapandi hátt
nota hjálpargögn við frágang ritsmíða
nota heimildir af ýmsu tagi og setja efni þeirra fram í eigin texta með viðeigandi hætti.
nota algeng stílbrögð í tal- og ritmáli
flytja munnlega efni af ýmsu tagi og ræða eigin niðurstöður og annarra með málefnalegum hætti
beita málfræðihugtökum og nota málfræðilegar upplýsingar til að efla eigin málfærni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
túlka texta þótt merkingin liggi ekki á yfirborðinu
nýta málfræðilegar upplýsingar til að efla eigin málfærni
greina vísanir í norræna goðafræði í öðrum bókmenntaverkum eða samfélagi
taka þátt í málefnalegum umræðum
styrkja eigin málfærni, t.d. með því að nýta hjálpargögn um málfar og málfræði
sýna tilbrigði í málnotkun
beita skýru, vönduðu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
ÍSLE1FL05 eða fullnægjandi árangur úr grunnskóla að mati skólans.