Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1709823310.58

    Upprifjunaráfangi í íslensku
    ÍSLE1LP05
    None
    íslenska
    læsi, málfræði, málnotkun, ritun, stafsetning
    í vinnslu
    1
    5
    av
    Í áfanganum verða helstu undirstöðuatriði stafsetningar og málfræði, ritunar og læsis rifjuð upp. Auk þess verður farið yfir algengasta myndmál og stílbrögð. Unnið verður markvisst að því að bæta læsi nemenda og auka lesskilning með lestri ýmiss konar texta, m.a. skáldsögu. Nemendur fá þjálfun í ýmiss konar ritun þar sem bæði reynir á sköpunarhæfni og frumkvæði sem og að skrifa eftir nákvæmum fyrirmælum.
    Áfanginn er ætlaður nemendum sem ekki hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi árangri að mati skólans.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu reglum í tengslum við ritun
    • stílbrögðum
    • myndmáli
    • bragfræði
    • orðflokkum
    • mikilvægi þess að búa að góðri lestrarfærni, t.d. góðum lestrarhraða, lesskilningi og úthaldi við lestur
    • nokkrum tegundum bókmennta- og nytjatexta, s.s. smásögum, blaða- og tímaritsgreinum
    • mikilvægum atriðum sem einkenna góða framsögn og umræður
    • orðaforða sem nýtist í ræðu og riti
    • mikilvægi þess að geta heimilda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina ljóð með tilliti til myndmáls, stílbragða og bragfræði
    • skrifa mismunandi gerðir texta
    • taka aðalatriði úr texta og átta sig á meginefni hans
    • vinna fjölbreytt verkefni þar sem reynir m.a. á sköpun og frumkvæði
    • lesa texta sem gera nokkrar kröfur til lesenda og skilja algengt líkingamál og orðatiltæki
    • nota mismunandi lestraraðferðir við ólíka texta
    • • vinna fjölbreytt verkefni þar sem reynir m.a. á sköpun og frumkvæði
    • • nota yfirlestrarforrit og orðabækur til að lagfæra eigin texta
    • • leita upplýsinga úr heimildum og nýta á viðeigandi hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fjalla um inntak ýmissa mismunandi texta, bæði nytjatexta og skáldverka.
    • lesa og túlka texta þótt merkingin liggi ekki á yfirborðinu
    • greina einföld atriði í málfræði og stafsetningu
    • nýsemja stutta texta af ýmsu tagi með viðeigandi málfari
    • dýpka lesskilning sinn
    • vinna skapandi verkefni, t.d. í tengslum við vinnu með texta
    • styrkja eigin mál- og ritfærni
    • vinna skapandi verkefni, t.d. í tengslum við vinnu með texta
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.