Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1714476162.32

    Lágmyndir og rými
    MYNL2ÞV05
    None
    myndlist
    skúlptúr, Þrívíð myndverk
    í vinnslu
    2
    5
    Í áfanganum vinnur nemandinn með hugtökin rými, tvívídd, þrívídd, ljós, skuggi og myndbygging auk annarra hugtaka sem tengjast skúlptúrum og þrívíðum verkum. Leitast verður við að kynna nemandanum fjölbreytta þrívíða vinnu og að nemendur skoði hvernig koma má tvívíðum skissum í þrívítt form. Unnið verður með ýmis efni s.s. pappír, leir, gifs, vír, garn, ullarflóka, léreft, grisju o.fl. Nemandinn heldur utan um skissur, hugmyndir, prufur og þróunarvinnu sína og setur fram með skipulögðum hætti.  Auk þessa rannsaka nemendur verk listamanna og hönnuða sem nýta þrívídd í sinni sköpun. 
    HUGM2HÚ05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugtökum þrívíðrar listsköpunar s.s. þrívídd, tvívídd skúlptúr, lágmynd, myndbygging, rými og innsetning.
    • hinum ýmsu aðferðum, sérkennum og einkennum á þrívíðri vinnu og hugsun auk grunnaðferðum afsteyputækni
    • myndbyggingu og hvaða gildi/þýðingu hún hefur í þrívíðri hugsun/vinnu
    • fjölbreytileika efna og aðferða sem nota má við í þrívíðri vinnu möguleikum þeirra við gerð lágmynda og þrívíðra verka
    • þeim áhöldum, vinnutækjum og því vinnuumhverfi sem tengjast þrívíðri vinnu með fjölbreyttum efniviði
    • aðferða- og hugmyndafræði ýmissa listamanna og hönnuða sem vinna að þrívíðri listsköpun
    • þrívíðri myndlist í nærumhverfinu og þekki höfunda hennar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita skapandi aðferðum, tækni og verklagi til að koma tvívíðri hugmynd yfir í þrívítt sköpunarverk
    • meðhöndla fjölbreytt efni, nota ólíkar aðferðir og verkfæri til þrívíðrar myndsköpunar
    • vinna frístandandi skúlptúr og beita mismunandi aðferðum, efnisnotkun og tækni
    • vinna lágmynd á vegg með mismunandi aðferðum, efnisnotkun og tækni
    • beita mismunandi aðferðum og tækni í tilraunum og skissugerð með sköpun þrívíðra verka að leiðarljósi
    • beita aðferðum rannsóknarvinnu sem gagnast í hugmyndavinnu, framsetningu verkefna og skipulagningu á verkferli og útfærslu verka sinna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér sköpun, ímyndunarafl og innsæi við þróun hugmynda, skissuvinnu og úrvinnslu
    • velja efni og aðferðir í samræmi við hugmyndir sínar og úrvinnslu verka sinna
    • sýna áræðni og frumkvæði við útfærslu og þróun þrívíðra verka
    • greina áherslur, merkingu og stílbrigði í rýmis- og efnisnotkun þekktra listamanna
    • greina og tjá sig um eigin verk og annarra af nokkurri þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi og geta rökstutt m.t.t. efnisnotkunar, tækni og framsetningar
    • taka þátt í samvinnu með sameiginleg markmið hópsins að leiðarljósi
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.