Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1717155826.17

    Lífsleikni
    LÍFS1ES05
    122
    lífsleikni
    einstaklingur, framtíð, félagsþroski, samfélag, samskipti, sjálfstraust, virðing, ábyrgð
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Efni áfangans eru fjölbreyttir þættir sem snerta daglegt líf og tengsl nemenda við samfélag sitt. Eftirfarandi viðfangsefni tilheyra námsefni áfangans: Sjálfsmynd; auka þekkingu og skilning á sjálfum sér, meta og efla sjálfstraust og samskiptafærni Heilbrigður lífsstíll; fræðsla um mataræði, svefn og kynheilbrigði Fjármálalæsi; eigin fjármál, neysluviðmið, fjárhagsaðstoð Atvinnumarkaður; kynnast venjum, reglum og skyldum Borgaravitund og alþjóðasamfélag, menning og margbreytileiki Tjáning; farið verður í framkomu, tjáningu eigin skoðana og formlegra erinda Náms- og starfsfræðsla; lögð áhersla á uppbyggingu framhaldsskólakerfisins s.s. námsleiðir, námsmarkmið og námstækni. Viðfangsefni: sjálfsmynd, lífsstíll, náms- og starfsfræðsla, fjármálalæsi, borgaravitund, tjáning.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum sem tengjast sjálfsmynd og þekkingu og skilningi á eigin persónu gildi heilbrigðs lífsstíls
    • þáttum sem hafa áhrif á samskipti og ágreiningsstjórn
    • fjármálahugtökum ásamt umfjöllun um auglýsingar og neyslusamfélagið
    • venjum, reglum og hefðum atvinnumarkaðarins
    • umfjöllun um alþjóðasamfélagið og fjölmenningu sem varða jafnrétti og staðalmyndir
    • gildi þess að æfa sig í að tjá sig munnlega um viðfangsefni hverju sinni
    • framhaldsskólakerfinu og námsleiðum
    • góðri námstækni og mikilvægi markmiðssetninga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • rýna í eigin sjálfsmynd og meta eigin stöðu
    • nýta sér upplýsingar um mikilvægi heilbrigðs lífsstíls og heilsueflingu
    • skoða samskipti, ágreining og tilfinningar á jákvæðan og hagnýtan hátt
    • skipuleggja, taka réttar ákvarðanir og bera ábyrgð á eigin fjármálum og neyslumynstri
    • horfa gagnrýnið á auglýsingar og taka sjálfstæða afstöðu til auglýsinga
    • greina venjur, reglur og hefðir atvinnumarkaðarins
    • greina og meta aðstæður er tengjast fjölmenningu og staðalmyndum
    • undirbúa mál sitt og færa rök fyrir skoðunum sínum og afstöðu
    • nýta sér góða námstækni og setja sér raunhæf markmið
    • skoða námsframboð og námsleiðir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina og meta sjálfan sig og eigin stöðu á raunhæfan hátt
    • velja heilsueflandi lífsstíl s.s. hollt mataræði, nægan svefn og kynheilsu
    • greina og meta eigin samskipti og leysa ágreiningsmál
    • lesa í fjármálatilboð; lesa auglýsingar og draga úr markaðsvæðingu
    • vera ábyrgur þátttakandi í atvinnulífinu
    • meta og gera grein fyrir aðstæðum og þáttum sem tengjast borgaravitund, fjölmenningu og alþjóðavitund
    • flytja mál sitt á sannfærandi og öruggan hátt
    • setja sér markmið í námi og velja sér nám við hæfi