Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1717769540.38

    Textar, málnotkun og ritun
    ÍSLE2MB05
    80
    íslenska
    bókmenntir og ritun, málnotkun
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Grunnþættir áfangans eru lestur, tjáning og ritun. Til að ná þeim lesa nemendur fjölbreytta texta frá ólíkum tímum. Nemendur æfast í munnlegri og skriflegri tjáningu og réttri notkun heimilda.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi tegundum texta og helstu hugtökum í bókmenntaumfjöllun
    • fjölbreyttum orðaforða
    • málfræði-, ritunarhugtökum og ritreglum sem nýtast í tal- og ritmáli
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa bókmenntatexta og aðra texta og geta fjallað um inntak þeirra
    • nýta upplýsingar úr heimildum á réttan hátt
    • flytja af öryggi ræður og kynningar
    • beita gagnrýninni hugsun við ritun rökfærsluritgerða og annarra texta
    • nota hjállpargögn við frágang ritsmíða
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • túlka ólíka texta
    • nota handbækur til styrktar eigin málfærni
    • taka þátt í málefnalegum umræðum og komast að rökstuddri niðurstöðu
    • beita tilbrigðum í ræðu og riti
    • vinna að skapandi verkefnum tengdum námsefninu