Í þessum áfanga er viðfangsefnið bókmenntasaga og bókmenntir 20. og 21. aldar með áherslu á ný verk og samhengi við strauma og stefnur tímabilsins. Nemendur kynnast helstu höfundum og verkum og haldið er áfram að þjálfa nemendur í ritun. Lesnir eru lengri og styttri textar þar sem nemendur hugi að jafnrétti og lýðræði og efli um leið læsi á umhverfi sitt.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
ritun og heimildanotkun
orðaforða til að lesa helstu verk íslenskrar bókmenntasögu
stefnum í bókmenntum
helstu bókmenntahugtökum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita gagnrýninni hugsun við ritgerðaskrif og koma efninu til skila á skýru og blæbrigðaríku máli
ganga frá texta og nýta sér uppbyggilega gagnrýni
nýta sköpunargáfu við úrvinnslu verkefna
skilja og nota viðeigandi stílbrögð og orðatiltæki í ræðu og riti
flytja vel uppbyggða kynningu á krefjandi efni
lesa sér til gagns og gamans bókmenntir 20. og 21. aldar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
rita margvíslega texta
leggja mat á og efla eigin málfærni
tjá rökstudda afstöðu, komast að ígrundaðri niðurstöðu og taka þátt í málefnalegum umræðum