Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1723553522.78

    Knattspyrna og styrktarþjálfun
    SERH3KS05
    9
    Sérhæfing
    Knattspyrna og stryrktarþjálfun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn er bóklegur og verklegur með það að markmiði að nemandinn læri að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði í knattspyrnu ásamt því að læra undirstöðuatriði styrktarþjálfunar með og án lóða. Áhersla er á tæknikennslu styrktarþjálfunar og kennslu í leikfræði og reglum knattspyrnu. Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grunnfærni í að leiðbeina við æfingar og lögð er áhersla á mikilvægi þess að leiðbeina og kenna rétta tækni á leikrænan og skemmtilegan hátt. Í lok áfangans eiga nemendur að vera færir um að stjórna, skipuleggja og sinna æfingum í knattspyrnu og styrktarþjálfun.
    ÍÞRFÞJj05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • leikreglum
    • leik- og hreyfifræði
    • hvernig á að leiðbeina börnum
    • kennslu tækni- og styrktaræfinga
    • skipulagningu þjálfunar
    • fjölbreyttum leik- og tækniæfingum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leiðbeina byrjendum og öðrum
    • nota íþróttirnar og styrktaræfingar sér til heilsubótar
    • halda mót fyrir smærri hópa
    • taka þátt í keppni
    • greina vandamál og finna lausnir
    • nota og útskýra mismunandi fyrirkomulag æfinga
    • nota og útskýra fyrir öðrum ýmsa leiki
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • bæta við eigið getustig
    • skipuleggja æfingar
    • stjórna hópi af börnum
    • átta sig á ólíkri getu einstaklinga í hópi
    • sækja um stöðu aðstoðarþjálfara hjá íþróttafélögum