Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Áfanginn er bóklegur og fer fram í formi umræðna og tímaverkefna. Lögð verður áhersla á að auka heilsulæsi, en það eru hæfileikar sem ráða því hversu vel nemanda gengur að nálgast upplýsingar og nýta sér þær til að efla og viðhalda góðri heilsu.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Aðferðum til þess að takast á við eigin líðan.
tengslum hugsunar og hegðunar.
Streituvöldum í eigin lífi.
hugtökum um forvarnir og heilbrigði.
Aðferðum til að takast á við kvíða og depurð.
Hnattrænni vitund.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Setja sér markmið í samræmi við SMART.
Þekkja kosti sína og galla.
Framkvæma hugleiðslu og vinna í núvitund.
Taka á sjálfum sér og breyta mynstri sínu við mismunandi atferli.
Virkja skapandi hugsun.
Að geta sett sig í spor annarra.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Þekkja tengsl andlegrar, félagslegrar og líkamlegrar heilsu.
Geta verið gagnrýninn á eigin hegðun í samskiptum við aðra.
Geta gagnrýnt á uppbyggilegan hátt og taka gagnrýni.
Hafar áhrif á umhverfi sitt og annað fólk með eigin framkomu og hegðun.