Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1726045321.2

    Margmiðlun - Stafræn myndvinnsla
    MARG3SM05
    3
    margmiðlun
    Stafræn myndvinnsla
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Nemendur læra á ljósmyndaforrit, teikniforrit og uppsetningarforrit ásamt öðrum forritum sem nýtast í framsetningu mynda. Nemendur læra að miðla efni á þann miðil sem hentar hverju sinni.
    5. einingar í margmiðlun á 2.þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • viðeigandi forritum og hvernig mögulegt er að nýta forritin í myndrænni framsetningu
    • hugtökum tengdum myndvinnslu, uppsetningu og hönnun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með myndvinnsluforrit
    • hanna veggspjöld og annað efni í myndvinnsluforritum
    • Búa til efni fyrir samfélagsmiðla
    • lagfæra ljósmyndir
    • setja fram hugmyndir sínar og miðla þeim á þann hátt sem hentar hverju sinni og tjá sig á skýran, ábyrgan og gagnrýninn hátt um eigin verkefni, ferli og listrænar niðurstöður
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér myndvinnsluforritin á sjálfstæðan og skapandi hátt
    • finna lausnir á vandamálum og viðfangsefnum sem tengjast myndrænni framsetningu í tölvum
    • skipuleggja verkferla við úrlausn hönnunarverkefna
    • vinna með öðrum nemendum til að deila upplýsingum og þekkingu
    Leiðsagnamat