Námið er vettvangsnám þar sem lögð er áhersla á ísklifur. Leitast er við að klifra í ísfossum. Áhersla er á rétta klifurtækni, innsetningu ísskrúfa í klifri og mat á ísgæðum. Lögð er áhersla á að nemandi verði sjálfstæður og þjálfist í að taka skynsamar ákvarðanir varðandi öruggt leiðarval og öðlist yfirsýn og þekkingu á þeim búnaði sem þarf í ísklifri.
FJAM4JÖ05, HÁJÖ4FG03, WFRH4FG05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
gráðukerfi ísfossa og leiðavísum
sérhæfðum ísklifurbúnaði
íðorðum ísklifurs
þeirri áhættu sem fylgir íþróttinni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
ísklifra með réttri tækni
nota og setja inn ísskrúfur í ísklifri
spara orku og þekkja eigin mörk
meta aðstæður og áhættu ísklifurleiða
meta aðstæður til ísklifurs miðað við fyrirliggjandi veðurspá
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
stunda ísklifur sér til ánægju með öryggi að leiðarljósi
velja sér ísklifurleiðir við hæfi
fara fyrir hópi jafningja í einföldu ísklifri
Símat með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu nemenda.