Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1728311556.97

    Réttarsálfræði
    SÁLF3RS05
    55
    sálfræði
    réttarsálfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er kennd réttarsálfræði (e. forensic psychology), sérsvið innan sálfræðinnar sem skoðar hagnýtingu sálfræðilegrar þekkingar í réttarfarslegum tilgangi svo sem við rannsóknir mála, yfirheyrslur, réttarhöld eða dóma. Hún skoðar einnig árásagjarna og andfélagslega hegðun, af hverju fólk fremur glæpi og hvernig geðraskanir tengjast því. Þar af leiðandi kemur áfanginn töluvert inn á afbrigðasálfræði og fræðast nemendur því um flokkunarkerfið DSM og algengustu geðraskanirnar út frá því. Einnig er fjallað um hópa sem sýna sterka frávikshegðun líkt og sértrúarsöfnuði (e. cult) o.fl. Unnið er með raunveruleg sakamál samhliða fræðunum til að efla skilning nemenda á hlutverki sálfræðinnar innan réttarkerfisins. Einnig er markmið umfjöllunnar og verkefnavinnu að auka þekkingu, skilning, virðingu og umburðarlyndi gagnvart einstaklingum með geðraskanir. Þá er lögð áhersla á að auka víðsýni nemenda, rökhugsun, sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Nemendur þjálfast í vinnslu gagna, að draga fram aðalatriði, greina dæmin og koma þeim skilningi á framfæri. Þá er mikilvægt að nemandi geti ályktað um önnur sambærileg dæmi.
    5 einingar á 2. þrepi í sálfræði
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • undirstöðum réttarsálfræðinnar, bæði í afbrigðasálfræði, lögfræði og afbrotafræði
    • sögu réttarsálfræðinnar
    • helstu kenningum fræðigreinarinnar
    • sérkennum réttarsálfræðinnar og þeim sérstöku aðferðum sem hún beitir
    • þeim grunnatriðum sem réttarsálfræðin fær frá öðrum greinum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með helstu grunnhugtök réttarsálfræðinnar
    • þekkja helstu mál réttarsálfræðinnar
    • afla upplýsinga, greina þær og geta sett fram á skiljanlegu máli
    • meta nýjar upplýsingar og fréttir á sviði réttarsálfræðinnar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna úr einstökum dæmum og leggja sjálfstætt mat á þau
    • sýna sjálfstæði, t.d. frumkvæði við að velja sér verkefni og vinna að þeim á ábyrgan máta
    • álykta um gæði og galla þeirra heimilda sem unnið er með
    • leggja siðferðilegt mat á þau alvarlegu mál sem nemendur vinna með
    Í áfanganum er leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.