Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1728379178.55

    Vinnustgaðaheimsóknir
    VINN2HE02
    5
    Verknám
    Heimsóknir
    Samþykkt af skóla
    2
    2
    Stefnt er að því að nemendur heimsæki fyrirtæki og aðra rekstraraðila til að kynnast ólíkum vinnustöðum m.a. með hugsanlega atvinnuþátttöku í huga. Heimsótt eru fyrirtæki sem stuðla að nýsköpun og möguleika á endurnýtingu hráefna. Nemendur heimsækja fyrirtæki í að minnsta kosti tveimur heimsóknum, önnur heimsóknin er fyrirhuguð á Snæfellsnesi/Vesturlandi og önnur verður í stórfyrirtæki á Höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækin sem heimsótt eru munu endurspegla áhuga nemenda. Verklag áfangans er þannig að áður en fyrirtæki eru heimsótt er heimsóknin undirbúin með spurningarlistum og upplýsingum aflað um fyrirtækið og starfsemi þess. Að heimsókn lokinni munu nemendur vinna efni úr heimsókninni og kynna á mismunandi hátt innan skólasamfélagsins.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ólíkum starfsmöguleikum í nærumhverfi sínu og eins á landsvísu
    • þeim kröfum sem gerðar eru til mismunandi starfa og leiða til að uppfylla þær kröfur
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • kynna sér ólík fyrirtæki og átta sig á muni á þeim
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • miðla þekkingu sinni til samnemenda og samfélagsins
    leiðsagnarmat