Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1733931534.75

    Hreysti og hollusta
    TILV1HR05
    9
    Tilveran
    Hreysti og hollusta
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á hreysti og hollustuhætti. Lögð er áhersla á undirstöðuþætti hreysti sem og mikilvægi heilbrigðis í daglegu lífi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hreysti í víðu samhengi
    • Hollustuháttum í daglegu lífi
    • Mikilvægi samvinnu og tillitssemi
    • Hversu hreysti og hollusta er samofin
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Þekkja hollustuhætti
    • Geta ígrundað og átt virkt samtal með samnemendum um hreysti og tengingu við daglegt líf
    • Sýna skoðunum annarra á hreysti og hollustuháttum virðingu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Tileinka sér hreystiþætti og yfirfæra þá á daglegt líf
    • Fræða aðra um hollustuhætti í daglegum samtölum
    • Velja hollari kostinn í mataræði
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda tileinkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.