Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1736248249.38

    Leiktu betur
    LEIK3LB05
    13
    leiklist
    Leiktu betur
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn er spunaáfangi þar sem unnið er með aðferðir leihússports og tekur mið af Leiktu betur; Leikhússportkeppni framhaldsskólanna. Áfanginn leggur áherslu á vinnu með hópvitund, liðheilds og samvinnu í spuna. Í áfanganum gefst nemendum tækifæri til að vinna með ólíku fólki og munu nemendur á endanum með aðstoð kennara hópa sig saman í lið eftir Leiktu betur forskriftinni með það að markmiði að keppa fyrir hönd skólans í þeirri keppni. Í lok áfangans verður haldin forkeppni þar sem lið úr áfanganum sem og önnur áhugasöm lið keppa um sæti í Leiktu betur; Leikhússportkeppni framhaldsskólanna. En það lið verður valið af utanaðkomandi dómnefnd.
    Leik1sp05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • leikhússporti sem spunaformi
    • uppbyggingu spunasena
    • persónusköpun í spunasenum
    • jákvæðni í samvinnu á sviði
    • mikilvægi hlustunnar í spunavinnu
    • tækifærunum sem felast í mistökum
    • mikilvægi mótleikarans
    • mikilvægi þess að treysta hugmyndum sínum
    • hver verkfæri leikarans í spunavinnu eru (rödd, líkami, tilfinningar og ímyndunarafl)
    • mismunandi leikstílum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna spunasenur á sviði í samvinnu við aðra
    • skapa skýrar persónur á sviði
    • taka við uppbyggilegri gagnrýni
    • vinna í virkri hlustun
    • vinna hratt og örugglega og véfengja ekki ákvarðanir sínar
    • nýta mistök sín sem tækifæri
    • tjá sig um uppbyggingu eigin ariða og atriða samnemenda sinna
    • beita verkfærum leikarans í spuna
    • nýta sér mismunandi leikstíla
    • beita sjálfstæðum vinnubrögðum og sjálfsaga í leiklistarvinnu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna spunasenu þar sem grunnreglum spunans er fylgt
    • greina senur og persónur út frá grunnreglum spunans
    • geta staðsett sig innan hóps út frá þörfum hans
    • beita virkri hlustun og orkustigi í samvinnu og sviðsvinnu
    • beita sjálfstæðum vinnubrögðum og frumkvæði í spuna
    • geta unnið án ritskoðunar á sjálfan sig, aðra og framvindu meðan á gólfvinnu stendur
    • sýna jákvætt og uppbyggilegt viðhorf í sköpunarvinnu gagnvart sjálfum sér og öðrum