Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1736248696.4

    London
    LEIK3LO05
    14
    leiklist
    London
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum verður breskt leikhús skoðað í víðu samhengi. Farið verður yfir leiklistarsögu Lundúnarborgar og leikhúslandslag borgarinnar skoðað. Lesin verða leikrit eftir breska höfunda og unnin verða verkefni upp úr þeim. Eitt af viðfangsefnum áfangans er fjáröflun fyrir ferðina þar sem nemendur finna skapandi leiðir til þess að fjármagna flug og gistingu, t.d. fjáröflunarkvöld þar sem nemendur sýna afrakstur af vinnu sinni í áfanganum. Farið verður á 2-3 leiksýningar af ólíkum toga, sögufræg leikhús heimsótt og leiklistarnám í London kryfjað. Nemendur þurfa sjálfir að standa straum af ferðakostnaði, fæði og gistikostnaði í ferðinni en kennarar aðstoða við skipulag og fjáraflanir. Skilyrði fyrir þátttöku eru að nemendur séu 18 ára á ferðaárinu og skráðir í skólann þá önn sem ferðin er fyrirhuguð.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ólíkum leikhúsformum
    • leikhúsmenningu Lundúnaborgar
    • samvinnu
    • mikilvægi þess að komast að sameiginlegri niðurstöðu í hópavinnu
    • að leiklist er alþjóðlegt „tungumál“
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja viðburði
    • finna skapandi leiðir í viðburðarstjórn og markaðssetningu
    • taka tillit til annarra í hópavinnu
    • nýta ólíkar aðferðir í leiklist við að búa til viðburði
    • vinna í hópi í listrænu ferli
    • eiga uppbyggilegt samtal um listrænt ferli og framkvæmd
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna viðburð frá hugmynd til framkvæmdar
    • taka tillit til ólíkra þarfa og hugmynda í hópavinnu
    • geta sett leiklist í alþjóðlegt samhengi
    • nýta leiklist sem aðferð til samvinnu og skilnings