Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1739954993.3

    Nútímafélagsfræði
    FÉLA2NF05
    57
    félagsfræði
    Nútímafélagsfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Um áfanga í félagsfræði er að ræða þar sem fjallað er um marga þætti sem komið hafa inn í félagsfræðina á þessari öld og breytingar sem hafa orðið. Nemendur halda áfram að kynnast greininni, helstu hugtökum hennar með áherslu á hraðar tæknibreytingar sem hafa umbylt núverandi samfélagsgerð og leitt okkur inn í fjórðu iðnbyltinguna. Í því samhengi má nefna umfjöllun um áhrif starfærnu byltingarinnar, hnattvæðingu, íslenskan vinnumarkað, umhverfisfélagsfræði, íþróttafélagsfræði, félagslega töfra og kynhlutverk. Jafnframt er fjallað almennt um hraðar samfélagsbreytingar á 21. öldinni á mörgum sviðum þjóðfélagsins og áhrif þeirra.
    FÉLA2KR05 eða sambærilegur áfangi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölskyldunni og mikilvægi hennar, breyttum fjölskyldumynstrum og stjúptengslum
    • Jaðarhópum og innflytjendum
    • samfélagslegum áhrifum á líkamsvitund
    • stafrænu byltingunni
    • íþróttafélagsfræði
    • hnattvæðingu
    • vinnumarkaði
    • umhverfisfélagsfræði
    • félagslegum töfrum
    • félagsfræði loftslagsbreytinga
    • gervigreind
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina mikilvægi fjölskyldunnar sem félgasmótunaraðila
    • skilja breytt fjölskyldumynstur í nútímanum
    • skýra hvers vegna mikilvægt sé að styðja baráttu jaðarhópa
    • greina frá jákvæðum og neikvæðum áhrifum stafrænu byltingarinnar
    • greina og skilja helstu afleiðingar loftslagsbreytinga og hvernig umhverfið hefur áhrif á heilsu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á jákvæðu og neikvæðu fjölskyldumynstri
    • móta hugmyndir um hvernig bæta megi samskipti innan fjölskyldunnar
    • ígrunda og benda á leiðir til að takast á við samfélagslegar áskoranir
    • haga lífi sínu á sjálfbæran hátt
    • skilja hvernig félagslegir töfrar verða til í samfélaginu og hvað þurfi að gera til að viðhalda þeim
    Leiðsagnarmat