Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1741702374.88

    Einstaklingsíþróttir
    ÍÞRG1EI03
    25
    íþróttagrein
    Einstaklingsíþróttir
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Viðfangsefni áfangans eru einstaklingsíþróttagreinar eins og badminton, fimleikar, golf og sund ásamt fleiri greinum. Í áfanganum er áherslan m.a. á sögu íþróttagreinanna, grunnreglur íþróttagreinanna og þjálfun íþróttagreinanna fyrir byrjendur upp að 12 ára aldri. Farið er í mikilvæg atriði við þjálfun barna í íþróttagreinunum, s.s. mikilvægi leikja, hvernig á að byggja upp tímaseðil og hvernig hægt er að flétta líkamlegri þjálfun inn í leiki og æfingar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu íþróttagreinanna, eins og upphafi þeirra og þróun
    • grunnreglum íþróttagreinanna
    • mikilvægustu atriðunum við þjálfun barna í íþróttagreinunum
    • hvaða atriði skipta máli við þjálfun einstaklingsíþróttagreina, eins og taka tillit til allra iðkenda, gefa öllum tækifæri og að æfingar taki mið af þörfum og getu einstaklinga
    • nýtingu leikja og æfinga fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir í íþróttagreinunum.
    • nýtingu leikja og æfinga fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir í íþróttagreinunum
    • uppsetningu tímaseðla
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja upp skipulagðan tímaseðil í íþróttagreinunum út frá getu iðkenda og markmiðum tímans
    • nýta leiki til að þjálfa grunnatriði íþróttagreinanna og flétta líkamlegri þjálfun inn í leiki og æfingar
    • meta hvaða tækni- og leikfræðiatriði í íþróttagreinunum henta hverjum aldurshóp
    • útfæra mismunandi krefjandi æfingar til að æfa viðfangsefni íþróttagreinanna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta og dæma leiki í íþróttagreinunum hjá yngstu aldurshópunum
    • fylgjast með æfingu íþróttafélaga í íþróttagreinunum hjá yngsta aldurshópnum og meta æfingavalið og uppsetninguna á æfingunni
    • horfa á keppni í íþróttagreinunum og skilið grunnatriði keppninnar
    • taka þátt í umræðum um íþróttagreinarnar á faglegan og uppbyggilegan hátt
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.