Nemendur skipuleggja sína íþróttaþjálfun/heilsurækt sjálf, setja sér markmið, gera æfingaáætlun og skipuleggja mælingar á þeim þáttum sem best eru til þess fallnir að meta árangur æfinganna. Nemendur æfa síðan eftir sinni áætlun, framkvæma mælingar og endurmeta markmiðin eftir því sem fram líður.
Nemendur velja sér þá íþrótt/heilsurækt sem þeir kjósa sér.
4 einingar í heilsufræði.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
uppsetningu æfingaáætlana
markmiðasetningu
helstu möguleikum til að meta og mæla árangur
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
útbúa æfingaáætlun fyrir sjálfan sig
setja sér raunhæf og mælanleg markmið
framkvæma mælingar til að meta árangur af sínum æfingum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skipuleggja sína eigin æfingaáætlun útfrá sínum eigin kröfum og markmiðum
setja sér raunhæf og mælanleg markmið og geti endurskoðað og bætt við eftir því sem við á samhliða æfingum sínum
mæla og meta árangur af sínum æfingum og æfingaáætlun og nýta mælingarnar til að uppfæra markmið sín og bregðast þannig við niðurstöðunum
bregðast við óvæntum breytingum sem geta komið upp, s.s. meiðslum o.fl.,og þannig endurskipulagt áætlanir sínar ef þess þarf