Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1746176722.16

    Íslenska sem annað mál - I
    ÍSAN1AC05
    None
    íslenska sem annað mál
    A2 í evrópska tungumálarammanum
    for inspection
    1
    5
    Áfanginn er ætlaður tvítyngdum nemendum með takmarkað vald á íslensku sem öðru máli og byggir á A2-stigi í Evrópska tungumálarammanum. Markmiðið er að styrkja orðaforða, málskilning og sjálfstæða tjáningu í ræðu og riti. Áfanginn ÍSAN1BE05 er tekinn samhliða þessum áfanga. Nemendur vinna með einfalda texta um daglegt líf, áhugamál og nærumhverfi og læra að skilja og mynda algeng orðasambönd og setningar í hversdagslegum samtölum. Áhersla er lögð á að þróa færni í hlustun, lestri, rituðu og töluðu máli með fjölbreyttum verkefnum og samskiptum í kennslustundum. Einnig er unnið með grunnatriði málfræðinnar, framburð og beygingar íslenskra orða.
    Grunnkunnátta í íslensku, metið með stöðuprófi í upphafi annar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • algengum orðum og orðasamböndum sem nýtast í daglegu lífi
    • grunnatriðum íslenskrar málfræði, þar á meðal orðflokkum, beygingum og einföldum setningagerðum
    • framburði íslenskra hljóða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja einfaldar setningar og talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
    • taka þátt í einföldum samræðum um daglegt líf og persónulega reynslu
    • lesa stutta, einfalda texta og skilja aðalatriðin
    • skrifa stuttan og skýran texta um sjálfan sig, fjölskyldu sína og daglegt líf
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í einföldum orðaskiptum og tjáð sig um verkefni um efni sem hann þekkir
    • skilja megininntak í einföldu, skýru tali um kunnugleg efni
    • lesa og skilja einfaldar leiðbeiningar, tilkynningar og stutta texta
    • skrifa persónuleg skilaboð, t.d. tölvupóst eða skilaboð á samfélagsmiðlum
    Matið byggir á hæfniþáttum A2-stigs samkvæmt ETM: Hlustun: Nemendur geti skilið aðalatriðin í stuttum og einföldum skilaboðum. Tjáskipti Nemendur geti tekið þátt í einföldum samtölum og tjáð sig í stuttum frásögnum. Lestur: Nemendur geti lesið einfalda texta og fundið upplýsingar í hversdagslegu efni. Ritun: Nemendur geti skrifað mjög einfalt bréf eða skilaboð. Námsmat felst í verkefnavinnu, munnlegum og skriflegum prófum sem meta færni í samræmi við A2-viðmið ETM.