Í áfanganum hlustar nemandinn á fjölbreytt hlaðvörp (podköst) til að öðlast innsýn, þekkingu og skilning á hinum ýmsu málefnum og fræðasviðum. Miðað er við að hlusta á einn til tvo hlaðvarpsþætti í viku hverri, auk þess að skila inn vikulegum verkefnum sem tengjast efni hvers hlaðvarps. Í verkefnunum er m.a. lögð áhersla á ígrundun, sýn og nálgun samfélagsins, rökstuðning skoðana sinna og að sýna málefnum virðingu. Áhersla er lögð á fjölbreytt val hlaðvarpa sem verða bæði á íslensku og ensku og að nemendur kynnist bæði formi og innihaldi sem og mismunandi nálgun höfunda og viðmælenda. Málefni geta verið allt frá vísindum og sagnfræði til menningar, sálfræði, skapandi skrifa og andlegra málefna.
INNF1IF05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mismunandi gerðum hlaðvarpa og frásagnarformi þeirra
hlaðvörpum sem miðli fræðslu, umræðu og afþreyingar
hvernig ólík sjónarhorn og nálganir móta skilning á efni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
hlusta á hlaðvörp með gagnrýnum og opnum huga
draga fram aðalatriði, lykilhugtök og helstu rök sem fram koma
greina mismunandi stíl og nálgun hlaðvarpa (t.d. fræðilegir, skemmtilegir, persónulegir, blandaðir)
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
fjalla um hlaðvörp á gagnrýninn og uppbyggilegan hátt
tjá rökstudda afstöðu og taka þátt í málefnalegri umræðu um efnið
nota hugtök og orðaforða sem tengjast miðlum og umræðuformum hlaðvarpa í ræðu og riti
Í áfanganum er leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.