Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1759149036.77

    Saga fornaldar
    SAGA3GR05
    56
    saga
    Grikkir og Rómaveldi
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn fjallar um sögu fornaldar með áherslu á Forn-Grikki og Rómaveldi. Nemendur kynnast helstu atburðum, hugmyndum, stjórnarháttum, daglegu lífi og menningu þessara samfélaga og hvernig þau lögðu grunninn að mörgum þáttum vestrænnar menningar, svo sem í stjórnmálum, heimspeki, listum og lögfræði. Jafnframt er fjallað um goðafræði, heimspeki og trúarbrögð og hvernig þau mótuðu samfélögin. Sérstök áhersla er lögð á að þjálfa nemendur í sagnfræðilegum vinnubrögðum, svo sem að nýta og meta heimildir, bera saman ólík sjónarhorn og ræða fræðilegar spurningar. Markmiðið er að efla gagnrýna hugsun nemenda, auka skilning þeirra á sögu fornaldar og mikilvægi hennar fyrir nútímann.
    10 einingar í sögu á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu tímabilum, atburðum og persónum fornaldar, einkum í Grikklandi og Rómaveldi
    • stjórnarháttum, hugmyndum og heimspeki þessara samfélaga
    • trúarbrögðum, goðafræði og menningu fornaldar og áhrifum þeirra til framtíðar
    • helstu heimildum um fornöld og hvernig þær móta skilning okkar á sögunni sem og áhrif fornaldar á mótun vestrænnar menningar
    • fræðilegum hugmyndum og umræðum tengdum túlkun fornaldarsögunnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa, nýta og bera saman ólíkar sagnfræðilegar heimildir
    • greina sögulegar frásagnir með gagnrýnum hætti
    • setja fram rökstuddar skoðanir í máli og riti
    • nýta fjölbreyttar aðferðir við framsetningu, svo sem ritgerðir, kynningar og stafrænar lausnir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita sagnfræðilegum vinnubrögðum við að afla, meta og vinna úr heimildum
    • tengja sögu fornaldar við víðara samhengi mannkynssögunnar með sérstakri áherslu á þá arfleifð sem varð hluti af vestrænni menningu
    • sýna skilning á margbreytileika samfélaga fornaldar og hvernig þau mótuðust af hugmyndum, trú og menningu
    • taka þátt í málefnalegum umræðum og rökræðum um sögu og samfélög fornaldar
    • nýta þekkingu og leikni úr áfanganum til frekara náms í sögu og skyldum greinum
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega og skili öllum verkefnum.