Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1759223204.8

    Borgaraleg réttindi og hatursorðræða
    FÉLA2BH02
    59
    félagsfræði
    Borgaraleg réttindi og hatursorðræða
    Samþykkt af skóla
    2
    2
    Í þessum áfanga kynnast nemendur hugmyndum um borgaraleg réttindi, jafnrétti og mannréttindi, og hvernig þau birtast í íslensku samfélagi. Kveikjan að áfanganum eru þættirnir Hatur frá RÚV, þar sem fjallað er um uppgang hatursorðræðu og bakslag í réttindabaráttu minnihlutahópa á Íslandi. Nemendur skoða hvernig samfélagsmiðlar hafa áhrif á umræðuna, hvernig hatursorðræða myndast og hvaða leiðir eru til að bregðast við henni. Áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda, gagnrýna umræðu og skapandi vinnu. Nemendur vinna í hópum, búa til forvarnarefni, hanna plaköt og samfélagsmiðlaefni með hjálp Canva og Book Creator og æfa sig í að tjá sig á ábyrgan og uppbyggilegan hátt. Áfanginn tengist heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sérstaklega markmiðum um frið, réttlæti og sterkar stofnanir, jafnrétti kynjanna og minnkun ójöfnuðar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Helstu hugtökum sem tengjast borgarlegum réttindum, jafnrétti og mannréttindum.
    • Hvað hatursorðræða er og hvaða áhrif hún getur haft á einstaklinga og samfélag.
    • Helstu minnihlutahópum á Íslandi og sögulegri og samfélagslegri stöðu þeirra.
    • Hlutverki fjölmiðla og samfélagsmiðla í mótun skoðana og viðhorfa.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Greina og rýna í efni á samfélagsmiðlum og meta trúverðugleika þess.
    • Taka þátt í umræðum á gagnrýninn og uppbyggilegan hátt.
    • Hanna og miðla fræðslu- eða forvarnarefni um jafnrétti og mannréttindi á skapandi hátt.
    • Vinna í hópi að skipulagningu og framkvæmd verkefna sem tengjast þemanu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Lýsa mikilvægi borgaralegra réttinda og tengja þau eigin lífi og samfélagi.
    • Greina birtingarmyndir hatursorðræðu og leggja til lausnir eða úrræði til að sporna gegn henni.
    • Nýta þekkingu og leikni úr áfanganum til að fræða aðra og stuðla að jákvæðri umræðu á samfélagsmiðlum.
    • Taka ábyrgð á eigin framlagi í hópavinnu og sýna virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum.