Meginmarkmið áfangans er að auka grundvallarþekkingu nemenda á fjölbreytileika mannlífsins, áhrif líðanar á andlega heilsu og kynvitund, kynferðislegri hegðun og kynfræðslu. Unnið er að því að rfja upp og byggja ofan á þá kunnáttu og færni sem nemendur hafa þegar og unnið út frá áhuga hvers og eins. Námsefni er útbúið með það í huga að það styrki nemendur og hvetji til sjálfstæðra vinnubragða
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
algengum orðum og orðasamböndum tengt hinsegin samfélaginu, andlegri líðan, núvitund og kynjafræði
fjölbreytileika mannlífsins, menningarmun og samskiptum. Áhrif virkni og líðanar á andlega heilsu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
taka þátt í umræðum um líðan, kynheilbrigði og virkni í athöfnum daglegs lífs
leita sér upplýsinga á netinu um málefni og geta unnið úr þeim texta
nýta fjölbreytilega miðla til að auka þekkingu sína á viðfangsefnum eins og t.d. youtube, ted talks, instagram og netinu
nota upplýsingatækni og hjálpargögn við úrvinnslu verkefna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
fylgjast með frásögnum og erindum og ná aðalatriðum úr fjöl- og myndmiðlum ef efnið er kunnuglegt
tileinka sér aðalatriði og geta dregið ályktanir af því sem hann les
miðla eigin þekkingu, skoðunum og tilfinningum sem og persónulegri reynslu, vonum og væntingum
skrifa um hugðarefni sín og áhugamál, ígrundað efnið út frá þeim
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda tileinkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.