Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1764676805.53

    Íslenska sem annað mál
    ÍSAN1AA05
    41
    íslenska sem annað mál
    A0-A1 í evrópska tungumálaramma
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Námskeiðið er ætlað byrjendum í íslensku. Áhersla er lögð á að finna leið fyrir nemendur til að nálgast tungumálið eins og hentar þeim best, þannig að þeir hafi gaman af náminu. Nemendur eru hvattir til að nota tungumálið í daglegu lífi og unnið er með aðstæður og samtöl sem nýtast nemendum dags daglega. Áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði í íslensku og byggi upp orðaforða sem tengist daglegu lífi þeirra og athöfnum. Öll málfræði er unnin í samhengi við orðaforða námskeiðsins.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • algengustu orðum og orðasamböndum sem tengjast daglegu lífi,
    • grunnatriðum í beygingafræði og setningaskipan,
    • grunnatriðum í framburði.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja algeng orð og einfaldar setningar sem tengjast athöfnum daglegs lífs,
    • tjá sig í einföldum setningum og orðasamböndum í mæltu máli, t.d. til að kynna sig og tala um daglegt líf og líðan,
    • lesa og skrifa einfaldar setningar um persónulega hagi og daglegt líf.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nota einföld orðasambönd og mynda einfaldar setningar í samskiptum í daglegu lífi,
    • vinna sjálfstætt til að halda áfram tungumálanámi sínu þegar námskeiði lýkur,
    • öðlast meiri innsýn í íslenska menningu og samfélag.
    Í áfanganum er viðhaft símat alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og því mikilvægt nemendur sinni náminu jafnt og þétt.