Json

Námskrá

Titill: Fiskeldiskjarni (Staðfestingarnúmer 457) 19-457-2-120
Lýsing: Fiskeldiskjarni lýsir grunnnámi fyrir starfsmenn í fiskeldi á 2. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi, skipt í 9 námsþætti auk starfsþjálfunar. Námið er ætlað þeim sem starfa við fiskeldi og veitir inngang að þremur öðrum námskrám í fiskeldi; seiðaeldi, landeldi og sjókvíaeldi. Markmið námsins er efla þekkingu á atvinnugreininni fiskeldi og auka meðvitund starfsmanna um ýmsa umhverfis- og siðfræðilega velferðarþætti og opinberar kröfur í greininni. Auk þess að efla þekkingu og leikni nemenda í öryggisatriðum og samskiptum á vinnustað og hvetja þá til að stunda nám sitt af kostgæfni. Að námi loknu verður nemandi hæfari til þess að mæta þörfum atvinnulífsins með aukinni starfshæfni á sviði fiskeldis. Vinnuframlag námsmanns er 120 klukkustundir. Þar af eru 80 klukkustundir á vinnustað en 40 klukkustundir með leiðbeinanda.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Námið er sniðið að þeim sem eru 18 ára eða eldri og hafa stutta formlega skólagöngu að baki.
Skipulag: Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins. Fræðsluaðili tryggir gæði náms og felur starfsfólki á sínum vegum verkstjórn sem felur í sér undirbúning, kynningu, framkvæmd og eftirfylgni námsins. Hann útvegar viðeigandi námsaðstöðu í samráði við stjórnendur á vinnustað, er tengiliður við vinnustað og skipuleggur hversu miklum tíma er varið undir leiðsögn leiðbeinenda/starfsþjálfa annars vegar og í sjálfstætt nám hins vegar. Heildarlengd náms eru 120 klukkustundir og er skipt upp í 4 eða 8 klst kennslu í hverjum námsþætti til þess að ná hentugri og samfelldri stundatöflu eða vinnudegi. Námsefni er sérsniðið að hverjum námsþætti en gert er ráð fyrir að við bætist 80 klukkustunda heimavinna í náminu sem dreifist á námsþættina. Langt getur verið síðan nemendur voru í námi og því þarf að huga vel að því að styrkja þá við að tileinka sér vinnubrögð í námi. Náms- og starfsráðgjafi hefur umsjón með námstæknihlutanum í kynningu á náminu. Skipuleggjanda er heimilt að gera breytingar sem nema allt að 10% af heildarlengd námsins ef þær fara ekki í bága við markmið eða tilgang þess. Breytingar sem nema meira en 10% eru aðeins heimilaðar með samþykki Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Æskilegt er að samþætta námið eftir föngum og að leiðbeinendur hafi þá í huga alla námsþætti námskrárinnar og tengingu við verkefni starfsins. Hvort tveggja er að gagnlegt er að byggja á þeim þáttum sem þegar hefur verið unnið með og svo næst meiri breidd í námið með víðtækri samþættingu. Jafnframt er lögð áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir (gögn, tæki, skipulag og aðstaða) sem hvetja til náms, auðvelda nám og efla einstaklinginn í að takast á við þau verkefni og hæfniviðmið sem liggja til grundvallar í náminu. Skilyrði vottunar sem „sérhæfður starfsmaður í fiskeldi“ er að nemandi hafi lokið námi í fiskeldiskjarna og þeim þrem námskrám sem hún veitir aðgang að; seiðaeldi, landeldi og sjókvíaeldi.
Námsmat: Námsárangur er metinn út frá hæfniviðmiðum námskrár með fjölbreyttum matsaðferðum þar sem áhersla er lögð á leiðsagnarmat. Námsmati er ætlað að nýtast bæði sem staðfesting á námsárangri en ekki síður sem lærdómur, hvatning og endurgjöf á námstímanum. Taka þarf tillit til sértækra námserfiðleika, séu þeir fyrir hendi hjá nemanda eða vísa viðkomandi til viðeigandi sérfræðings sé þörf á frekari greiningu. Lagt er til að námsmenn haldi ferilbók sem lið í að meta námsframvindu sína. Í ferilbókina safna námsmenn gögnum úr náminu en það gerir þeim kleift að halda utan um þá þekkingu, leikni og hæfni sem þeir öðlast meðan á náminu stendur. Jafnframt er lagt mat á hvaða aðstoð nemandi kann að þarfnast. Áhersla er lögð á að leiðbeinandi og námsmenn fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist og hvernig námsmönnum gangi að ná hæfniviðmiðum námsins. 
Starfsnám: Tilgangur starfsþjálfunar er að styðja við yfirfærslu náms á vinnustað og nýta þá þekkingu, leikni og hæfni sem byggð hefur verið upp í náminu til þess að nemandi sé færari í að gegna hlutverki sínu á vinnustað. Námsmaður öðlast skilning á því hvernig opinberum kröfum og reglugerðum er hagað og framfylgt við atvinnureksturinn. Skilningur eykst á því hvernig meðhöndlun fiska hefur áhrif á velferð þeirra og um leið á gæði hráefnisins.
Markhópar
  • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
  • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
  • Hæfniviðmið náms Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á: - Atvinnugreininni fiskeldi á Íslandi og erlendis - Opinberum kröfum sem greininni eru settar - Samskiptum, jafnrétti og öryggi á vinnustað - Skyndihjálp - Líffræði og umhverfi fiska - Siðfræðilegum málum sem tengjast fiskeldi - Velferð fiska Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að: - Taka virkan þátt í þjálfun starfsfólks - Framfylgja opinberum kröfum - Fylgja reglum um samskipti og öryggi á vinnustað - Framkvæma skyndihjálp - Fylgjast með velferð fiska út frá líffræði þeirra og umhverfi - Rökræða eldi á fiskum út frá siðfræðilegu sjónarhorni Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: - Auka eigin starfshæfni í fiskeldi - Auka eigin hæfni til náms - Sýna skilning á starfsemi eldisfyrirtækja - Tileinka sér skyndihjálp - Skilja mikilvægi vinnuverndar og öryggis á vinnustað - Skilja mikilvægi krafna hins opinbera á eldisfyrirtæki - Tileinka sér siðfræðilega hugsun gagnvart eldisfiskum


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

120  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Jafnrétti:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi: