Json

Námskrá

Titill: Fagnámskeið fyrir starfsmenn í félags- og heilbrigðisþjónustu (Staðfestingarnúmer 409) 18-409-1-210
Lýsing: Námskráin byggir á starfaprófílnum „Umönnun á hjúkrunarheimilum“ sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) vann fyrir Eflingu stéttarfélag. Námskráin lýsir námi á 1. og 2. þrepi, skipt í 18 námsþætti. Námið er ætlað þeim sem annast um eða hlynna að sjúkum eða öldruðum á einkaheimilum eða stofnunum. Markmið með náminu er að starfsfólk sem sinnir almennri umönnun sjúkra og aldraðra hafi þá hæfni sem þarf til að sinna skilgreindum viðfangsefnum starfsins samkvæmt starfaprófíl. Starf við umönnun sjúkra og aldraðra felur í sér; almenna umönnun og aðstoð við aldraða og sjúka í þeim tilgangi að hámarka lífsgæði og viðhalda sjálfstæði og vellíðan þeirra. Starfsmaður sem sinnir starfinu vinnur undir leiðsögn og í samræmi við verklagsreglur. Næsti yfirmaður er oftast deildarstjóri/ hjúkrunarfræðingur. Starfsmaður aðstoðar skjólstæðinga við athafnir daglegs lífs, félagslegar, líkamlegar og andlegar, í samræmi við verklagsreglur en á sama tíma þarf hann að hafa frumkvæði að því að laga sig að breytilegum þörfum þeirra. Hann ber ábyrgð á að skipuleggja og sinna þeim viðfangsefnum sem honum eru falin og tekur þátt í aðlögun nýrra starfsmanna þegar það á við. Starfinu fylgja mikil samskipti við skjólstæðinga, aðstandendur þeirra og samstarfsfólk. Umhyggja og virðing á að endurspeglast í öllum þáttum starfsins. Oft er unnin vaktavinna, morgun-, kvöld- og næturvaktir. Starfsmaður þarf að gæta trúnaðar og fylgja öllum öryggisreglum. Hann þarf jafnframt stöðugt að sýna aðgæslu og athygli í starfi sínu. Helstu viðfangsefnum við umönnun aldraðra og sjúkra má skipta upp í aðhlynningu, heimilisstörf og samskipti. Aðhlynning: Aðstoðar skjólstæðinga við athafnir daglegs lífs (ADL) samkvæmt verklýsingu. Sinnir reglubundnu eftirliti og svarar beiðnum um aðstoð. Fylgist með andlegum og líkamlegum þörfum skjólstæðinga og bregst við í samræmi við verklýsingu. Gefur lyf (sem búið er að hafa til og skammta). Fylgist með og aðstoðar við næringar- og vökvainntöku. Skráir upplýsingar um m.a. veitta þjónustu eða líðan skjólstæðinga á eyðublöð eins og við á (t.d. snúningsskema og vökvaskema). Hvetur og tekur þátt í daglegu lífi skjólstæðinga af nærgætni og umhyggju. Fylgir skjólstæðingum í tómstundir og þjálfun eins og við á. Heimilisstörf: Sinnir almennum heimilisstörfum. Sér um að ganga frá og halda umhverfinu snyrtilegu. Þvær og gengur frá þvotti. Skiptir um, þrífur og býr um rúm. Gengur frá og fyllir á skol og lín ef við á. Þrífur hjálpartæki. Samskipti: Hefur dagleg samskipti við skjólstæðinga í samræmi við þarfir þeirra og athafnir hverju sinni. Hefur dagleg samskipti við samstarfsfólk, sinnir upplýsingagjöf á vakt og á vaktaskiptum (rapport). Hefur samskipti við aðstandendur skjólstæðinga, gefur upplýsingar og fleira. Námið spannar 210 klukkustunda vinnu námsmanns sem mögulegt er að meta til 10 eininga á framhaldsskólastigi.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Fullorðið fólk á vinnumarkaði með stutta formlega menntun.
Skipulag: Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins og skipar verkefnastjóra náms. Hlutverk verkefnastjóra er að hafa umsjón með náminu og framkvæmd þess, sjá til þess að námsþættir séu samþættir og tryggja rökrétta samfellu þeirra. Hann skipuleggur hvernig tíma hvers námsþáttar er varið, annars vegar undir leiðsögn leiðbeinanda og hins vegar í sjálfstætt nám. Lögð er áhersla á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnum námsmönnum. Æskilegt er að leiðbeinendur hafi í huga alla námsþætti námskrárinnar, til að tryggja samþættingu námsþátta, og leitist við að nota raunveruleg viðfangsefni. Miðað er við að verkþjálfun fari fram samhliða náminu til að styðja við yfirfærslu náms. Heimavinna fylgir náminu en getur verið mismikil eftir námsþáttum og einstaklingum.
Námsmat: Námsárangur er metinn út frá þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum námsins með fjölbreyttum matsaðferðum sem fræðsluaðili samþykkir og lýst er í kennsluáætlun. Áhersla er lögð á að leiðbeinandi og námsmenn fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist og hvernig námsmönnum gangi að ná hæfniviðmiðum námsins. Námsmati er ætlað að nýtast sem staðfesting á námsárangri og jafnframt sem lærdómur, hvatning og endurgjöf á námstímanum.
Starfsnám:
Markhópar
  • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
  • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
  • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
  • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
  • einstaklingar sem búa við skerta möguleika til náms eða atvinnuþátttöku
  • einstaklingar með þörf fyrir að afla viðurkenningar á gildi náms sem fellur utan hins formlega framhaldsskóla- og háskólakerfis
  • einstaklingar með nám og reynslu sem aflað hefur verið utan hins formlega skólakerfis
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
  • Námsmaður skal hafa þekkingu og skilning á ólíkum þörfum sjúkra og aldraðra.
  • Námsmaður skal hafa þekkingu og skilning á helstu sjúkdómum sem hrjáð geta aldraða.
  • Námsmaður skal hafa þekkingu og skilning á öldrunarferlinu.
  • Námsmaður skal hafa þekkingu og skilning á verklýsingum um athafnir daglegs lífs (ADL).
  • Námsmaður skal hafa þekkingu og skilning á helstu lyfjum og umgengni í kringum þau.
  • Námsmaður skal hafa þekkingu og skilning á smitvörnum og tilgangi þeirra.
  • Námsmaður skal hafa þekkingu og skilning á mikilvægi faglegs og góðs umbúnaðar fyrir líðan sjúkra og aldraðra.
  • Námsmaður skal hafa þekkingu og skilning á mikilvægi góðrar umgengni og meðferð matvæla eins og við á.
  • Námsmaður skal hafa þekkingu og skilning á gæðaviðmiðum og stöðlum í tengslum við ræstingu eins og við á.
  • Námsmaður skal hafa leikni í að í að nota hjálpartæki við að aðstoða aldraða við athafnir daglegs lífs (ADL).
  • Námsmaður skal hafa leikni í að gefa lyf sem búið er að hafa til og skammta.
  • Námsmaður skal hafa leikni í að skrá í eyðublöð eins og við á.
  • Námsmaður skal hafa leikni í að sinna almennum heimilisstörfum, þvottum og þrifum eins og við á.
  • Námsmaður skal hafa leikni í að þrífa og búa um rúm.
  • Námsmaður skal hafa leikni í að miðla upplýsingum til samstarfsfólks síns.
  • Námsmaður skal hafa leikni í að miðla upplýsingum til aðstandenda skjólstæðinga sinna.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að aðstoða sjúka og aldraða við athafir daglegs lífs.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að fylgjast með og aðstoða við næringu og vökvainntekt hjá sjúkum og öldruðum.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að fylgjast með andlegum og líkamlegum þörfum skjólstæðinga sinna og bregðast við í samræmi við verklýsingu.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að eiga í daglegum samskiptum við sína skjólstæðinga í samræmi við þarfir þeirra.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að eiga í daglegum samskiptum við samstarfsfólk sitt.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að eiga í samskiptum við aðstandendur skjólstæðinga sinna.


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

210  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Lýsing: Heimilt er, með skriflegu samþykki FA, að fella niður námsþætti og bæta skyldum námsþáttum við, án þess þó að draga úr heildarfjölda námsstunda enda fari breytingin ekki í bága við markmið eða tilgang námskrárinnar.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Jafnrétti:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi: