Json

Námskrá

Titill: Smiðja 1 - 1 (Staðfestingarnúmer 540) 22-540-1-160
Lýsing: Námskráin, Smiðja 1 – 1, lýsir námi á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námskráin telst sú fyrri af tveimur á fyrsta hæfniþrepi. Megintilgangur með Smiðju 1 – 1 er að nemar geti tekið sín fyrstu skref við að kynnast og ná tökum á verkþáttum sem lýst er í námslýsingu hverrar vinnustofu og að nemar nái tökum á tilteknum (vinnu)aðferðum sem beita þarf. Áhersla er á að nemar fái þjálfun eins og hæfir, öðlist verkkunnáttu og þjálfun þar sem reynir á bæði samhæfingu og sköpunarkraft. Í því felst m.a. að nemar fái bæði munnlegar og sjónrænar leiðbeiningar í smiðjunni og stuðning ef þarf. Markmið með smiðju 1 er að efla hæfni í verkefnum sem smiðjan fæst við og því rík áhersla lögð á að nám fari fram við eins raunverulegar aðstæður og kostur er.
Smiðju 1 – 1 er ætlað að styðja við og efla hæfni einkum í verklegum störfum þar sem nemar ávinna sér þekkingu og þjálfa leikni með hagnýtum viðfangsefnum. Í því felst að vinna og leysa verkefni sem er starf, eða hluti af starfi, sem tilheyrir fjölbreyttum vettvangi við list- og verkgreinar. Við námið (í smiðju) læra og þjálfast nemar við að vinna verkin á vandaðan og hagkvæman hátt með öryggi sitt og annarra í huga. Áhersla er á þjálfun í notkun orða yfir hugtök, verkfæri og efni sem eiga við hverju sinni í samræmi við vinnustofuna. Jafnframt er áhersla á almenna starfshæfni þátttakenda. Í Smiðju 1 – 1 eru ekki gerðar kröfur um að þátttakandi geti unnið verkið án aðstoðar en gert er ráð fyrir að nemi geti með aðstoð náð markmiðum námsins. Námsþættir smiðjunnar eru teknir fyrir frá eitt til fjögur, eða að einhverju marki samhliða út frá númerum.

Námskráin er skrifuð sem snið fyrir fræðsluaðila til að útfæra lýsingar í verk- og/eða listgreinum (námslýsingar/lýsingar á vinnustofum/námskeiðum). Í því felst að
- FA er ábyrgt fyrir því að lýsing á vinnustofu fyrir Smiðju uppfylli kröfur til námskrár FA.
- Lýsing vinnustofunnar byggir á námskránni Smiðja 1 – 1 og er þannig merkt.
- Heildar vinnuframlag nema samkvæmt námskránni er 160 klukkustundir. Námið skiptist í fjóra námsþætti.

Með smiðju er fyrst og fremst leitast við að byggja upp og styrkja verklega hæfni í ýmsum störfum. Helstu áhersluatriði eru hagnýt viðfangsefni af ýmsum toga. Nemar læra og þjálfast í að vinna verkin svo haganlega sem lagt er upp með (kennt er) auk þess að leggja sig fram um að tímaáætlun standist.
Smiðja á 1. þrepi er einkum ætluð byrjendum eða nýliðum. Ekki er gert ráð fyrir viðbótar vinnuframlagi nema utan 160 klukkustunda sem eru með leiðbeinanda.

Námið er 160 klukkustundir að lengd, fjórir námsþættir sem jafngilda samanlagt 8 einingum. Við námslok, er mögulegt að óska eftir mati á náminu í framhaldsskóla. Slíkt mat getur verið breytilegt eftir námsbrautum og skólum en skólastjórnendur hvers skóla eru ábyrgir fyrir mati skólans á námi frá öðrum fræðslustofnunum.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Fullorðið fólk, 18 ára eða eldra, með stutta formlega skólagöngu að baki.
Skipulag: Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins og skipar verkefnastjóra sem hefur umsjón með námsleiðinni, nemendahópnum, leiðbeinendum og allri framkvæmd. Einnig að leiðbeinendur skili og kynni nemendum kennsluáætlun hvers námsþáttar. Verkefnastjóri sér til þess að námsþættir séu samþættir eins og kostur er og í rökréttu samhengi, ber ábyrgð á þjónustu við þátttakendur. Áhersla er á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnum, beiti samþættingu og leitist við að nota hversdagsleg viðfangsefni í innlögn og þjálfun. Miðað er við að verkþjálfun fari fram samhliða til að styðja við yfirfærslu náms þegar það á við.
Námsmat: Námsárangur og námsframvinda er metin út frá hæfniviðmiðum námsins með fjölbreyttum matsaðferðum sem fræðsluaðili samþykkir og lýst er í kennsluáætlun. Við mat á hæfni skoðast þátttaka nema og áhersla lögð á að leiðbeinandi og nemar fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist og hvernig nemum gangi að ná hæfniviðmiðum námsins. Námsmat nýtist sem staðfesting á námsárangri og jafnframt sem lærdómur, hvatning og endurgjöf á námstímanum.
Starfsnám: Nei, ekki er um eiginlegt starfsnám að ræða en námið er einkum starfstengt með uppbyggingu og aukinni þjálfun til þeirra verka og verkefna sem viðkomandi smiðja nær til. Smiðja 1 er að stærstum hluta þjálfun við ákveðin störf eins og fram kemur í lýsingu námskrárinnar.
Markhópar
  • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
  • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
  • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
  • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
  • einstaklingar sem búa við skerta möguleika til náms eða atvinnuþátttöku
  • einstaklingar með þörf fyrir að afla viðurkenningar á gildi náms sem fellur utan hins formlega framhaldsskóla- og háskólakerfis
  • einstaklingar með nám og reynslu sem aflað hefur verið utan hins formlega skólakerfis
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
  • Nemi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • - algengum fagorðum tengdum verkefnum
  • - hvernig helstu efni sem þarf til verkanna eru notuð
  • - (notkun á) áhöldum og búnaði
  • - leiðbeininum sem koma fram í smiðju
  • - aðbúnaði, öryggi í og við verkið
  • - mikilvægi samvinnu og jákvæðs viðhorfs
  • - notkun verkdagbókar
  • Nemi skal, með stuðningi, hafa öðlast leikni í að:
  • - fylgja fyrirmælum leiðbeinanda
  • - nota efnin sem unnið er með
  • - nota áhöld sem vinnan krefst
  • - fylgja öryggisreglum.
  • Nemi skal, með stuðningi, geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem aflað hefur verið til að:
  • - vinna verk eftir fyrirmælum leiðbeinanda og velja efni og áhöld
  • - tryggja öryggi sitt á verkstað í samráði við leiðbeinanda
  • - vinna með öðrum í smiðju
  • - nota verkdagbók.


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

160  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Jafnrétti:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi: