Json

Námskrá

Titill: Samfélagstúlkun (Staðfestingarnúmer 436) 19-430-3-130
Lýsing: Námskráin Samfélagstúlkun byggir á starfaprófílnum „Starf samfélagstúlka“. Námskráin lýsir námi á þriðja þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við samfélagstúlkun eins og því er lýst í starfaprófíl. Hluti námsins er á hærra þrepi en námskráin almennt og þurfa þátttakendur að hafa hæfni, þekkingu og færni til að takast á við alla hluta námsins. Markmið með náminu er að einstaklingar sem sinna samfélagstúlkun hafi þá hæfni sem þarf til að sinna skilgreindum viðfangsefnum samkvæmt hæfnigreiningu starfsins á árangursríkan hátt og geti þróast í starfi. Samfélagstúlkur miðlar munnlega merkingu á milli aðila sem ekki tala sama tungumál, án þess að taka afstöðu til viðfangsefnisins. Hann þarf að hafa þekkingu á tveimur eða fleiri tungumálum, mismunandi menningarheimum og siðavenjum. Samfélagstúlkur starfar sjálfstætt og ber ábyrgð á eigin þekkingu og þarf að meta getu sína til verksins. Hann þarf að hafa skilning á túlkunarferlinu við mismunandi aðstæður og tryggja að aðilar skilji hlutverk og verklag túlksins. Helstu viðfangsefni samfélagstúlksins eru að: undirbúa verkefni og ganga úr skugga um eðli þess, túlka í lotum eða samtímis, glósa ef þarf, gera grein fyrir verklagi túlkunar. Samfélagstúlkur túlkar allt sem fram kemur á milli viðmælenda og þarf jafnframt að gera sér grein fyrir að sumt er ekki hægt að þýða og þarf því stundum að útskýra, leiðrétta eða spyrja út í efnið í miðju samtali. Hann leggur sig fram um að vera traustvekjandi og sýnir viðstöddum virðingu og kurteisi. Samfélagstúlkur túlkar samskipti milli fólks og opinberra stofnana víðs vegar í félags- mennta- og heilbrigðiskerfinu, í félagslegum aðstæðum í daglegu lífi, á vinnustöðum og hjá félögum þar sem hagsmunir annarra en hans eigin eru undir. Námið er 130 klukkustundir að lengd, sem mögulegt er að meta til 6 eininga á framhaldsskólastigi.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Fullorðið fólk á vinnumarkaði með þá hæfni sem þarf til að takast á við alla hluta námsins.
Skipulag: Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins og skipar verkefnastjóra náms. Hlutverk hans er að hafa umsjón með náminu og framkvæmd þess, sjá til þess að námsþættir séu samþættir og tryggja rökrétta samfellu þeirra. Hann skipuleggur hvernig tíma hvers námsþáttar er varið undir leiðsögn leiðbeinanda. Lögð er áhersla á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnum námsmönnum. Æskilegt er að leiðbeinendur hafi í huga alla námsþætti námskrárinnar til að tryggja samþættingu námsþátta og leitist við að nota raunveruleg viðfangsefni. Miðað er við að verkþjálfun fari fram samhliða náminu til að styðja við yfirfærslu þess. Heimavinna fylgir náminu en getur verið mismikil eftir námsþáttum og einstaklingum. Námið er bæði bóklegt og verklegt.
Námsmat: Námsárangur er metinn út frá þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum námsins með fjölbreyttum matsaðferðum sem fræðsluaðili samþykkir og lýst er í kennsluáætlun. Áhersla er lögð á að leiðbeinandi og námsmenn fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist og hvernig námsmönnum gangi að ná hæfniviðmiðum námsins. Námsmati er ætlað að nýtast sem staðfesting á námsárangri og jafnframt sem hvatning, lærdómur og endurgjöf á námstímanum.
Starfsnám: Á ekki við.
Markhópar
  • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
  • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
  • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
  • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
  • einstaklingar sem búa við skerta möguleika til náms eða atvinnuþátttöku
  • einstaklingar með nám og reynslu sem aflað hefur verið utan hins formlega skólakerfis
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
  • Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að túlka í lotum eða samtímis (hvísltúlkun) og glósa ef þarf.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að vinna sjálfstætt við skipulag og framkvæmd túlkunar og að styðja við starfsþróun sína.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að stuðla að góðum og uppbyggilegum samskiptum við aðra og móta gott andrúmsloft á túlkunarstað.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á túlkunarferlinu við mismunandi aðstæður. Þá þarf hann að tryggja að allir aðilar skilji hlutverk túlks og nauðsyn þess að gengið sé úr skugga um eðli verkefnis og tungumáls. Auk þess þarf hann að undirbúa verkefni og taka við gögnum ef þarf/þau eru til og meta hvenær á að túlka í lotum eða samtímis (hvísltúlkun).
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á gagnlegum aðferðum í samskiptum og samstarfi.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á hlutverki sínu sem samfélagstúlkur.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á skipulagi vinnu sinnar.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að miðla upplýsingum milli aðila sem ekki tala sama tungumál og glósa ef þarf.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að eiga árangursrík samskipti.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að veita endurgjöf og meta árangur.


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

130  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
  • xxx
Námshæfni:
  • xxx
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
  • xxx
Jafnrétti:
  • xxx
Menntun til sjálfbærni:
  • xxx
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
  • xxx
Heilbrigði:
  • xxx
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
  • xxx
Lýðræði og mannréttindi:
  • xxx