Json

Námskrá

Titill: Verkfærni í framleiðslu (Staðfestingarnúmer 245) 17-245-2-220
Lýsing: Námskráin lýsir námi á sviði málm- og tæknigreina á 2. þrepi hæfniramma um íslenskt menntakerfi, skipt í 9 námsþætti. Námið er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa við málm- og tæknigreinar. Markmið námsins er að auka þekkingu, leikni og hæfni námsmanna á sviði framleiðslu í málm- og tæknigreinum. Áhersla er lögð á að auka skilning námsmanna á þverfaglegri starfsemi framleiðslufyrirtækis og styrkja þá til frekara náms. Jafnframt er í náminu lögð áhersla á að námsmenn læri að læra og efli sjálfstraust sitt og starfshæfni. Námið spannar 220 klukkustundir. Mögulegt er að meta námið til 11 eininga á framhaldsskólastigi.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Fullorðið fólk á vinnumarkaði, með stutta formlega menntun.
Skipulag: Námið er fyrst og fremst verklegt nám og tengsl við vinnustaði eru mikilvæg þar sem áhersla er lögð á þjálfun í að nota tæki og búnað á vinnustað. Verklegur hluti námsins fer fram á verkstæði/vinnustöð hjá framleiðslufyrirtæki eða annars staðar þar sem aðgengi er að viðeigandi tækjabúnaði. Lögð er áhersla á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnum námsmönnum og að þeir hafi með sér samráð um samþættingu námsþátta og tengingu við hagnýt verkefni starfsins sem auðvelt er að yfirfæra á almenn störf hjá fyrirtæki. Mikilvægt er að haft sé samráð við lykilstarfsfólk sem hefur umsjón með verkefnum á vinnustað. Einhver heimavinna fylgir náminu en getur verið mismunandi eftir námsþáttum og einstaklingum. Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins og skipar verkefnastjóra sem hefur umsjón með náminu.
Námsmat: Námsárangur er metinn út frá þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum námsins með fjölbreyttum matsaðferðum sem fræðsluaðili samþykkir og lýst er í kennsluáætlun. Áhersla er lögð á að leiðbeinandi og námsmenn fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist og hvernig námsmönnum gangi að ná hæfniviðmiðum námsins. Námsmati er ætlað að nýtast sem staðfesting á námsárangri og jafnframt sem lærdómur, hvatning og endurgjöf á námstímanum.
Starfsnám: Einn námsþátturinn er Starfsþjálfun (F-VERF2SÞ_1). Tilgangur hans er að styðja við yfirfærslu náms á vinnustað og þjálfa, við raunverulegar aðstæður, þá þekkingu, leikni og hæfni sem lögð hefur verið áhersla á í náminu. Fræðsluaðili ásamt vinnuveitanda skipuleggja starfsþjálfun í samræmi við gátlista fyrir starfsþjálfun hjá framleiðslufyrirtæki. Einnig er æskilegt að skipuleggja aðra hluta námsins að einhverju leyti sem vinnustaðanám.
Markhópar
  • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
  • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
  • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
  • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
  • einstaklingar með þörf fyrir að afla viðurkenningar á gildi náms sem fellur utan hins formlega framhaldsskóla- og háskólakerfis
  • einstaklingar með nám og reynslu sem aflað hefur verið utan hins formlega skólakerfis
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á starfsemi fyrirtækja á sviði framleiðslu í málm- og tæknigreinum.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á vinnubrögðum, verkferlum og reglum sem tilheyra störfum á sviði framleiðslu í málm- og tæknigreinum.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að beita nýrri þekkingu í eigin starfi.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að fylgja verkferlum, vinnubrögðum og reglum í starfi sínu í tengslum við gæðamál, öryggismál, framleiðslustýringu eða aðra sértæka þætti.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að eiga árangursrík samskipti við samstarfsfólk og viðskiptavini.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að fylgja verkferlum og reglum á vinnustað.


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

220  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Lýsing: Skipuleggjanda er heimilt að gera breytingar sem nema allt að 10% af heildarlengd námsins ef þær fara ekki í bága við markmið eða tilgang þess. Breytingar sem nema meira en 10% eru aðeins heimilaðar með samþykki Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi:
Jafnrétti: