Json

Námskrá

Titill: Upplýsingatækni þjónusta og miðlun (Staðfestingarnúmer 421) 18-421-2-170
Lýsing: Námskráin Upplýsingatækni - þjónusta og miðlun byggir á starfaprófílnum „Starf í upplýsingatækni“. Námskráin lýsir námi á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við upplýsingatækni eins og því er lýst í starfaprófíl. Hluti námsins er á hærra þrepi en námskráin almennt og þurfa þátttakendur að hafa hæfni til að takast á við alla hluta námsins. Markmið námsins er að starfsmenn sem sinna upplýsingatækni - þjónustu og miðlun á sínum vinnustað hafi þá hæfni sem þarf til að sinna skilgreindum viðfangsefnum samkvæmt hæfnigreiningu starfsins. Starfsmaður við upplýsingatækni starfar á fjölbreyttum vettvangi bæði hjá einkafyrirtækjum og stofnunum við aðstoð vegna upplýsingatækni og umsýslu/aðlögunar gagna. Hann heyrir undir næsta stjórnanda og vinnur í samvinnu við aðra starfsmenn. Starfsmaðurinn nýtir helstu hugbúnaðarlausnir til að uppfæra, hýsa og miðla efni á mismunandi formi á vefmiðlum, í gagnagrunnum og skráakerfum fyrirtækja. Hann aðstoðar samstarfsfólk í ýmsum verkefnum tengdum upplýsingatækni til dæmis við að flytja gögn á milli kerfa og af einu formi á annað. Starfsmaðurinn sér um ýmsar breytingar á stillingum kerfa og framkvæmir aðrar aðgerðir í samræmi við sitt verksvið. Hann vinnur samkvæmt verklagi um öryggi upplýsingakerfa og tryggir að meðferð, birting og hýsing upplýsinga og gagna sé í samræmi við reglur fyrirtækisins og gildandi lög. Helstu verkefni starfsmanns í upplýsingatækni eru að veita almenna tæknilega aðstoð, stýra aðgengi að gögnum í skráakerfi eftir því sem við á, viðhalda heimasíðum (t.d. laga brotna tengla, setja inn efni, lagfæra töflur og stilla myndefni), uppfæra og miðla upplýsingum á vefmiðlum, útbúa birtingarhæf gögn fyrir vefmiðla, viðhalda og uppfæra upplýsingar í gagnagrunnum, flytja gögn á milli kerfa (e. import/export), gera gagnaskjöl (t.d. CSV skjöl) og umbreyta skjölum á milli skráarforma. Starfsmaður í upplýsingatækni þarf að hafa góða innsýn í upplýsingatækni á hverjum tíma og viðhalda stöðugt þekkingu sinni. Honum ber að beina verkefnum sem ekki eru á hans valdi til viðeigandi sérfræðinga. Námið er 170 klukkustundir að lengd, sem mögulegt er að meta til 8 eininga á framhaldsskólastigi.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Fullorðið fólk á vinnumarkaði með þá hæfni sem þarf til að takast á við alla hluta námsins.
Skipulag: Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins og skipar verkefnastjóra náms. Hlutverk hans er að hafa umsjón með náminu og framkvæmd þess, sjá til þess að námsþættir séu samþættir og tryggja rökrétta samfellu þeirra. Hann skipuleggur hvernig tíma hvers námsþáttar er varið, undir leiðsögn leiðbeinanda annars vegar og í sjálfstætt nám hins vegar. Áhersla er lögð á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnum námsmönnum. Æskilegt er að leiðbeinendur taki mið af öllum námsþáttum námskrárinnar til að tryggja samþættingu þeirra og leitist við að nota raunveruleg viðfangsefni. Miðað er við að verkþjálfun fari fram samhliða náminu til að styðja við yfirfærslu náms. Áhersla er lögð á að verkefnastjóri náms og yfirmaður þjálfunar á vinnustað fylgist með framvindu, tryggi að þjálfun nái til allra þátta í náminu og styðji námsmenn í því sem snýr að þjálfun á vinnustað. Það má til dæmis gera með lokaverkefni þar sem unnið er með alla þætti námsins. Heimavinna fylgir náminu en getur verið mismikil eftir námsþáttum og einstaklingum.
Námsmat: Námsárangur er metinn út frá þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum námsins með fjölbreyttum matsaðferðum sem fræðsluaðili samþykkir og lýst er í kennsluáætlun. Áhersla er lögð á að leiðbeinandi og námsmenn fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist og hvernig námsmönnum gangi að ná hæfniviðmiðum námsins. Námsmati er ætlað að nýtast sem staðfesting á námsárangri og jafnframt sem lærdómur, hvatning og endurgjöf á námstímanum.
Starfsnám: fræðsluaðili í takt við þarfir samstarfsaðila og námsmanna hverju sinni.
Markhópar
 • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
 • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
 • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
 • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
 • einstaklingar sem búa við skerta möguleika til náms eða atvinnuþátttöku
 • einstaklingar með þörf fyrir að afla viðurkenningar á gildi náms sem fellur utan hins formlega framhaldsskóla- og háskólakerfis
 • einstaklingar með nám og reynslu sem aflað hefur verið utan hins formlega skólakerfis
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
 • Námsmaður skal hafa þekkingu og skilning á vinnubrögðum, verkferlum, lögum og reglum sem varða öryggi upplýsingakerfa og meðferð, birtingu og hýsingu upplýsinga.
 • Námsmaður skal hafa þekkingu og skilning á helstu kerfum og miðlum sem notuð eru við hýsingu og miðlun rafrænna upplýsinga að því marki sem starfið krefst.
 • Námsmaður skal hafa leikni í að nota algengar hugbúnaðarlausnir við vinnu með rafrænar upplýsingar á ýmiskonar miðlum.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að aðstoða samstarfsfólk/viðskiptavini við notkun upplýsingatækni í algengum verkefnum.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að vinna með rafræn gögn á ýmiskonar miðlum, í samræmi við umfang starfsins.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að sinna einfaldri aðlögun hugbúnaðar og tölvukerfa að þörfum notenda.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að vinna með persónuupplýsingar og gögn í samræmi við reglur fyrirtækisins og gildandi lög.


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

170  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Jafnrétti:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi: