Json

Námskrá

Titill: Námslína í ferðaþjónustu - Kjarni og veitingar (Staðfestingarnúmer 536) 23-536-2-1800
Lýsing: Heildstætt nám í ferðaþjónustu (HNÍF) er nám á framhaldsskólastigi, ætlað fólki sem hefur áhuga á að vinna í ferðaþjónustu eða er þegar við störf innan geirans. Námslínan er byggð upp sem tveir hlutar, kjarni og sérhæfing. Kjarninn er sá sami óháð sérhæfingu, 40 einingar. Lagt er upp með fjórar línur sérhæfingar í takti við mismunandi greinar ferðaþjónustu. Við lok náms hafa nemar öðlast færni á 2. hæfniþrepi í samræmi við Hæfniramma um íslenska menntun.
Tilgangur námsins er að þjálfa upp og styrkja þekkingu, færni og fagkunnáttu til ferðaþjónustu sem starfs- og þjónustugreinar. Jafnframt að styrkja nema undir að takast á við helstu viðfangsefni starfa í íslenskri ferðaþjónustu, sérstaklega á sviði viðkomandi sérhæfingar og að efla almenna starfshæfni nemanna.
Námið tengist einnig starfaprófílum í ferðaþjónustu og fjölbreyttum störfum á vettvangi ferðaþjónustu auk styttri námskráa FA í ferðaþjónustu.
Markmið námsins er að við námslok sé færni til að starfa með nokkru sjálfstæði við afmörkuðuð viðfangsefni algengra starfa sem tengjast þjónustu við fjölbreyttan hóp ferðafólks og jafnframt að námið sé góður undirbúningur fyrir áframhaldandi nám til frekari sérhæfingar á sviði ferðaþjónustu.

Hæfniþrep
Námskráin Námslína í ferðaþjónustu – Kjarni og veitingar er skilgreind með námslok á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun.
Námið sem heild er 1800 klukkustundir, 30 námsþættir og 90 (40+50) einingar á framhaldsskólastigi. Fyrir liggur samkomulag milli FA og Borgarholtsskóla og fleiri framhaldsskóla um að námseiningar þessarar námskrár eru að fullu metnar inn í skólann til námsloka námskrárinnar. Kjarni telur 800 klukkustunda vinnuframlag nema (40 feiningar) og sérhæfing er 1000 klukkustundir (50 feiningar). Miðað er við að meðalnámstími sé þrjár til fjórar annir.
Hluti I (kjarni) eru 16 námsþættir og 40 einingar á framhaldsskólastigi.
Hluti II (sérhæfing) eru 11 námsþættir og 50 einingar á framhaldsskólastigi.
Möguleiki er á að óska eftir mati á náminu í framhaldsskóla og námið verði metið að fullu inn í framhaldsskóla, sérlega skóla sem bjóða upp á námslínuna. Þær sérhæfingar eru móttaka; fjallamennska; böð, lindir, lón og veitingar. Óski fólk eftir almennu mati í framhaldsskóla getur verið breytilegt eftir námsbrautum og skólum hver niðurstaða verður en skólastjórnendur hvers skóla eru ábyrgir fyrir mati skólans á námi frá öðrum fræðslustofnunum.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Fullorðið fólk á vinnumarkaði sem býr yfir færni sem þarf til að takast á við alla hluta námsins.
Skipulag: Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins og skipar verkefnastjóra sem hefur umsjón með námsleið, nemendahópi, leiðbeinendum og allri framkvæmd. Einnig sér verkefnastjóri til þess að leiðbeinendur kynni námsfólki kennsluáætlun hvers námsþáttar.
Í kennsluáætlun koma fram upplýsingar um kennsluaðferðir, námsefni, hæfniviðmið og námsmat, auk tímasetninga kennslu og verkefnaskila þar sem við á. Verkefnastjóri sér til þess að skipulag námsþátta sé í rökréttu samhengi, samþættir eins og kostur er sem og tímaskiptingu með leiðsögn leiðbeinanda annars vegar og í sjálfstætt nám hins vegar.
Áhersla er á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnum, beiti samþættingu námsþátta og nýti viðfangsefni úr daglegu lífi í innlögn og verkefni. Heimavinna getur verið mismikil eftir námsþáttum og einstaklingum. Gera þarf ráð fyrir að koma til móts við ólíkar þarfir strax við upphaf náms svo viðfangsefni og stuðningur séu við hæfi og styrki og styðji nema við að ná settum hæfniviðmiðum.
Námið er bæði bóklegt og verklegt og fer að hluta fram á vinnustað. Vinnustaðanám / verkþjálfun er hluti af náminu. Áhersla er lögð á að verkefnastjóri náms og yfirmaður þjálfunar á vinnustað fylgist með framvindu, tryggi að þjálfun nái til allra þátta í náminu og styðji nemana í því sem snýr að þjálfun á vinnustað. Reynsla í störfum innan ferðaþjónustu er metin á skipulagðan hátt inn í námið. Þegar nýjar sérhæfingar eru settar inn í skipulagið þurfa þær að vera í samræmi við hlutfall þrepa í námslínunni og miðast við að 25-50% séu á hæfniþrepi 1, 50-75% séu á hæfniþrepi 2 og 0-10% séu á hæfniþrepi 3.
Námskráin er hluti af heildstæðu námi í námslínu í ferðaþjónustu. Þessi hluti er alls 1800 klukkustunda vinnuframlag nema. Verkefnastjóri náms hjá fræðsluaðila metur hæfi umsækjenda í námið. Auk þess meta leiðbeinendur forþekkingu við upphaf hvers námsþáttar.
Námsmat: Námsárangur er metinn með fjölbreyttum aðferðum sem lýst er í kennsluáætlun með áherslu á leiðsagnarmat sem byggir á vinnu og virkni nema. Gert er ráð fyrir að ferilbók nýtist í tengslum við verk- og vinnustaðanám þar sem við á.

Áhersla er lögð á að bæði leiðbeinendur og nemar fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist og hvernig gangi að ná hæfniviðmiðum námsins. Námsmat nýtist sem staðfesting á námsárangri og jafnframt sem lærdómur, hvatning og endurgjöf á námstímanum.
Starfsnám: Verkþjálfun / vinnustaðanám er hluti af skilgreindum kjarna og fer fram samhliða til að styðja við yfirfærslu náms við hefðbundnar aðstæður í vinnu. Miðað er við að stærri hluti náms í kjarna geti farið fram á vinnustað ef aðstæður nema eru með þeim hætti. Skipulag vinnustaðnáms í sérhæfingu er mismunandi eftir eðli náms. Einnig er miðað við að fyrri reynsla á vinnustað og hæfni sem nemi hefur áunnið sér geti verið metin til eininga/hluti af vinnuframlagi námskrár. Verkefnastjóri útfærir vinnustaðanámið í takt við þarfir samstarfsaðila og nemanna hverju sinni. Verkefnastjóri og/eða yfirmaður þjálfunar á vinnustað fylgist með framvindu, tryggir að þjálfun nái til allra þátta náms og styðji nema í því sem snýr að þjálfun á vinnustað.
Markhópar
  • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
  • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
  • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
  • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
  • einstaklingar sem búa við skerta möguleika til náms eða atvinnuþátttöku
  • einstaklingar með þörf fyrir að afla viðurkenningar á gildi náms sem fellur utan hins formlega framhaldsskóla- og háskólakerfis
  • einstaklingar með nám og reynslu sem aflað hefur verið utan hins formlega skólakerfis
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
  • Nemi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • - upplýsingalæsi ferðaþjónustu og mikilvægi netsiðfræði
  • - mikilvægi tungumála í ferðaþjónustu á Íslandi
  • - helstu áfangastöðum í nærumhverfi
  • - helstu upplýsingaveitum um ferðaþjónustu á Íslandi
  • - áhrifum eigin frammistöðu á árangur vinnustaðarins.
  • Nemi skal hafa öðlast leikni í að:
  • - veita þjónustu í samræmi við verkferla vinnustaðarins
  • - nýta hugtök og verkferla í námi og starfi
  • - beita faglegum aðferðum og verkfærum við úrlausn verkefna
  • - leysa ýmis úrlausnarefni sem upp koma undir handleiðslu reyndari starfsmanns.
  • Nemi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem aflað hefur verið til að:
  • - bera ábyrgð á skilgreindum verkefnum
  • - beita viðeigandi faglegum aðferðum, verkfærum og upplýsingum við lausn viðfangsefna
  • - takast á við nám með námslokum á 3. hæfniþrepi
  • - starfa með öðrum og hafa öryggi gesta og samstarfsfólks ávallt í huga.


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

1800  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Jafnrétti:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi: