Námskrá
Titill: | Ferðaþjónusta - Móttaka á gististöðum (Staðfestingarnúmer 502) 21-502-2-130 |
Lýsing: | Námskráin Ferðaþjónusta – móttaka á gististöðum lýsir námi á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun og er sjálfstætt framhald af námskránum Ferðaþónusta I og Ferðaþjónusta II. Námskráin byggir á starfaprófílnum „Móttaka á gististöðum“ en einnig er tekið mið af ítarlegri greiningu á störfum almennt í ferðaþjónustu. Markmið námsins er að fólk sem lýkur því hafi þá hæfni sem þarf til að taka á móti fjölbreyttum hópi gesta, miðla upplýsingum til gesta og samstarfsfólks auk þess að sinna öðrum skilgreindum verkefnum starfsins. Vakin er sérstök athygli á að námsþættirnir Fjölmenningarfærni, Árangursrík samskipti og Viðskiptavinurinn í brennidepli eru einnig þjálfaðir í Ferðaþjónustu II. Námið er 130 klukkustundir að lengd, 13 námsþættir og 6,5 einingar. Við námslok, er mögulegt að óska eftir mati á náminu í framhaldsskóla. Slíkt mat getur verið breytilegt eftir námsbrautum og skólum en skólastjórnendur hvers skóla eru ábyrgir fyrir mati skólans á námi frá öðrum fræðslustofnunum. |
Grunnupplýsingar
Inntökuskilyrði: | Námið er ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaði með þá hæfni sem þarf til að takast á við alla hluta námsins. |
Skipulag: | Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins og skipar verkefnastjóra sem hefur umsjón með námsleiðinni, nemendahópnum, leiðbeinendum og allri framkvæmd. Einnig að leiðbeinendur skili og kynni nemendum kennsluáætlun hvers námsþáttar. Í kennsluáætlun koma fram upplýsingar um kennsluaðferðir, námsefni, hæfniviðmið og námsmat auk tímasetninga á yfirferð efnisþátta og verkefnaskila þar sem við á. Verkefnastjóri sér til þess að námsþættir séu samþættir eins og kostur er og í rökréttu samhengi, ber ábyrgð á þjónustu við þátttakendur auk þess að skipuleggja hvernig tíma hvers námsþáttar er varið, undir leiðsögn leiðbeinanda annars vegar og í sjálfstætt nám hins vegar. Áhersla er á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnum, beiti samþættingu leitist við að nota hversdagsleg viðfangsefni í innlögn og verkefni. Miðað er við að Verkþjálfun fari fram samhliða til að styðja við yfirfærslu náms þegar það á við. |
Námsmat: | Námsárangur er metinn út frá hæfniviðmiðum með fjölbreyttum aðferðum sem fræðsluaðili samþykkir og lýst er í kennsluáætlun. Við mat á hæfni skoðast þátttaka nema auk þess sem áhersla er á að bæði leiðbeinandi og nemar fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist og hvernig gangi að ná hæfniviðmiðum. Námsmat nýtist sem staðfesting á námsárangri og jafnframt sem lærdómur, hvatning og endurgjöf á námstímanum. |
Starfsnám: | Verkþjálfun skal fara fram samhliða náminu til að styðja við yfirfærslu náms og vera við eins raunverulegar aðstæður og kostur er. Verkefnastjóri útfærir starfsnámið í takt við þarfir samstarfsaðila og námshópsins hverju sinni. Verkefnastjóri náms og/eða yfirmaður þjálfunar á vinnustað fylgist með framvindu, tryggir að þjálfun nái til allra þátta í náminu og styðji nema í því sem snýr að þjálfun á vinnustað. Slíkt má til dæmis að hluta gera með lokaverkefni þar sem unnið er með alla þætti námsins. |
Markhópar |
|
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið |
|
Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá
130 klst. |
Kjarni Námsþættir í námskrá
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni
Lýsing: | Vísað er til námskrárinnar á vef FA um tillögu að útfærslu á röðun námsþátta í námskeið. |