Json

Námskrá

Titill: FERÐAÞJÓNN (Staðfestingarnúmer 458) 20-458-2-680
Lýsing: Námskráin ,,Ferðaþjónn" byggir á starfaprófílnum Ferðaþjónn og lýsir námi á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Hún skiptist í 19 námsþætti sem staðsettir eru á öðru og þriðja hæfniþrepi. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna skilgreindu starfi við ferðaþjónustu. Markmið námsins er að Ferðaþjónar hafi þá hæfni sem þarf til að sinna skilgreindum viðfangsefnum starfsins samkvæmt hæfnigreiningu starfsins. Námið fer fram á skilgreindum vinnustað og sem hluti af skipulögðu námi. Starf ferðaþjóns er skilgreint á eftirfarandi hátt: Ferðaþjónn starfar á hótelum og gistiheimilum og sinnir þar mismunandi verkefnum og þarf ávallt að hafa ólíkar þarfir gesta í huga. Meginviðfangsefni ferðaþjóns eru móttaka gesta, upplýsingagjöf til þeirra ásamt annarri þjónustu sem inna þarf af hendi á hótelum og gistiheimilum, svo sem einföld matargerð, val á vínum og framreiðsla. Ferðaþjónn vinnur undir stjórn hótelstjóra eða sambærilegs stjórnanda. Hann fylgir verkferlum í hvívetna en þarf á sama tíma að vera sjálfstæður í starfi til að geta mætt breytilegum þörfum gesta og fyrirtækis. Ferðaþjónn ber ábyrgð á að skipuleggja sig og forgangsraða verkefnum eftir gildandi verklagi á hverjum stað. Starfinu fylgja mikil samskipti við gesti, samstarfsfólk og samstarfsaðila. Góð tungumálakunnátta er nauðsynleg í starfinu. Við námslok fá nemendur starfsheiti og tækifæri til áframhaldandi formlegrar færniuppbyggingar. Námið er starfsnám og er ætlað einstaklingum sem starfa í ferðaþjónustu eða hafa hug á að hefja þar störf. Heildarlengd námsins er 680 klukkustundir sem mögulegt er að meta til 34 eininga á framhaldsskólastigi.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Fullorðið fólk á vinnumarkaði með stutta formlega menntun.
Skipulag: Náminu skal stýrt af viðurkenndum fræðsluaðila sem ber ábyrgð á framkvæmd námsins. Skipa skal verkefnisstjóra sem hefur umsjón með námsmönnum, náminu og framkvæmd þess og sér um að allur framgangur og samfella sé í samræmi við námsþætti og starfsþjálfun. Gert er ráð fyrir fjölbreyttum námsaðferðum sem henta fullorðnum námsmönnum og öðrum. Leitast skal við að nota raunverkefni sem styðja við verkþjálfun námsmanna. Námið er bæði bóklegt og verklegt starfsnám þar sem heimavinna er hluti af náminu og er mismikil eftir námsþáttum og starfsreynslu viðkomandi námsmanna. Á síðari hluta námsins er unnið faglegt lokaverkefni þar sem lögð er áhersla á samtengingu námsþátta og atvinnuumhverfis. Því er einnig ætlað að endurspegla mat á heildarárangri námsins. Gert er ráð fyrir námsdagbók/ferilbók sem ber að yfirfara á 3ja mánaða fresti yfir námstímann í samráði við yfirmann á vinnustað og verkefnisstjóra. Ferilbókin er jafnframt liður í því að námsmenn geri sér grein fyrir stöðu sinni og framförum, styrkleikum og veikleikum. Námsmenn með vottaða starfsreynslu að lágmarki 3 ár hafa möguleika á styttingu náms með raunfærnimati.
Námsmat: Námsárangur og námsframvinda eru metin með hliðsjón af þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum námskrár, með fjölbreyttum matsaðferðum sem verkefnisstjóri samþykkir. Áhersla er lögð á símat og faglegt leiðsagnarmat sem byggir á vinnu og virkni námsmanna í samstarfi við yfirmann og verkefnisstjóra.
Starfsnám: Námið er starfsnám þar sem hluti námsins fer fram á vinnustað/vinnustöðum í formi starfsþjálfunar sem fræðsluaðili útfærir í samráði við námsmann og viðkomandi fyrirtæki. Gert er ráð fyrir námsdagbók/ferilbók sem er yfirfarin á 3ja mánaða fresti yfir námstímann í samráði við yfirmann á vinnustað og verkefnisstjóra. Ferilbókin inniheldur gátlista sem námsmenn merkja við í samráði við yfirmann eftir framvindu þjálfunar.
Markhópar
  • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
  • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
  • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
  • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
  • einstaklingar með þörf fyrir að afla viðurkenningar á gildi náms sem fellur utan hins formlega framhaldsskóla- og háskólakerfis
  • einstaklingar með nám og reynslu sem aflað hefur verið utan hins formlega skólakerfis
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á: - Fjölmenningu - Frumkvæði og gildi þess að geta aðalagað sig að breytilegum aðstæðum - Jafnréttisvitund - Sjálfstrausti og gildi þess að eiga árangursrík samskipti við aðra - Starfsemi fyrirtækis - Vinnusiðferði og gildum vinnustaðar - Öryggismálum
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að: - Nota skipulag og áætlanir jafnframt því að sýna sveigjanleika eftir þörfum - Nota tímastjórnun og forgangsröðun - Nýta upplýsingatækni - Vera lausnamiðaður og sýna þjónustulund - Setja viðskiptavini í forgang og huga að menningaruppruna eftir því sem við á
  • Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: Sýna sjálfstæði og sinna fjölbreytilegum verkefnum af tilheyrandi fagmennsku sem inna þarf af hendi á hótelum og gistiheimilum


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

680  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Jafnrétti:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi: