Json

Námskrá

Titill: Ferðaþjónusta II (Staðfestingarnúmer 491) 21-491-2-100
Lýsing: Námskráin Ferðaþjónusta II lýsir námi á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námskráin tengist starfaprófílum í ferðaþjónustu, fjölbreyttum störfum á vettvangi ferðaþjónustu og eldri námskrám í ferðaþjónustu. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna störfum á sviði móttöku og þjónustu við ferðamenn. Markmið námsins er að þau sem lokið hafa náminu geti starfað með öðrum, tekið frumkvæði í samskiptum og borið ábyrgð á skilgreindum viðfangsefnum sem tengjast upplýsingagjöf, móttöku og þjónustu við fjölbreyttan hóp ferðamanna með það að markmiði að stuðla að jákvæðri upplifun og ánægju gestanna. Markmið námsins er einnig að vera góður undirbúningur þróunar í starfi og fyrir sérhæfðara nám á sviði ferðaþjónustu. Tilgangur námsins er að styrkja jákvæð viðhorf nemanna til starfsgreinarinnar. Efla færni og faglega þekkingu til að takast á við helstu viðfangsefni og aukna ábyrgð í fjölbreyttu og krefjandi umhverfi íslenskrar ferðaþjónustu, sérstaklega á sviði móttöku og þjónustu við ferðafólk til aukinna gæða og hagkvæmni þjónustunnar. Námið er 100 klukkustundir að lengd, sjö námsþættir og 5 einingar á framhaldsskólastigi. Við námslok er möguleiki á að óska eftir mati á náminu í framhaldsskóla. Slíkt mat getur verið breytilegt eftir námsbrautum og skólum en skólastjórnendur hvers skóla eru ábyrgir fyrir mati skólans á námi frá öðrum fræðslustofnunum.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Námið er ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaði með þá hæfni sem þarf til að takast á við alla hluta námsins.
Skipulag: Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins og skipar verkefnastjóra náms. Hlutverk hans er að skipuleggja alla dagskrá, hafa umsjón með námsleið, nemendahópi, leiðbeinendum og allri framkvæmd. Verkefnastjóri sér til þess að leiðbeinendur skili og kynni fyrir námsfólki kennsluáætlun fyrir hvern námsþátt. Þar skulu koma fram upplýsingar um kennsluaðferðir, námsefni, hæfniviðmið, námsmat, ítarefni og tímasetningar á yfirferð efnisþátta og verkefnaskila þar sem það á við. Verkefnastjóri skal sjá til þess að námsþættir séu samþættir eins og kostur er og í rökréttu samhengi. Auk þess að skipuleggja hvernig tíma hvers námsþáttar er varið, undir leiðsögn leiðbeinanda annars vegar og í sjálfstætt nám hins vegar, ásamt því að bera ábyrgð á þjónustu við námsfólk. Áhersla er á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnu námsfólki, beiti samþættingu námsþátta og nýti viðfangsefni úr daglegu lífi í innlögn og verkefni. Miðað er við að verkþjálfun fari fram samhliða náminu til að styðja við yfirfærslu náms. Áhersla er á að verkefnastjóri náms og/eða yfirmaður þjálfunar á vinnustað fylgist með framvindu, tryggi að þjálfun nái til allra þátta í náminu og styðji námsfólk í því sem snýr að þjálfun á vinnustað. Það má til dæmis gera með lokaverkefni þar sem unnið er með alla þætti námsins. Heimavinna fylgir náminu en getur verið mismikil eftir námsþáttum og einstaklingum. Gera þarf ráð fyrir ólíkum þörfum námsfólks við upphaf náms svo að námsfólk fái viðfangsefni og stuðning við hæfi til að styrkja og aðstoða námsfólk við að ná hæfniviðmiðum námsins. Námsþættir eru á öðru þrepi hæfniramma um íslenska menntun, auk tveggja á þriðja þrepi. Verkefnastjóri náms hjá fræðsluaðila metur hæfi umsækjenda inn í námið. Auk þess meta leiðbeinendur forþekkingu við upphaf hvers námsþáttar.
Námsmat: Námsárangur er metinn út frá hæfniviðmiðum (lærdómsviðmiðum) námsins með fjölbreyttum matsaðferðum sem fræðsluaðili samþykkir og lýst er í kennsluáætlun. Við mat á hæfni skoðast þátttaka nema auk: - mælikvarða á hvaða þekkingu og leikni nemi þurfi að búa yfir til að vera fær um að gera það sem lýst er í hæfniviðmiðum; - spurningar um hvort nemi hafi verið í aðstæðum þar sem reyndi á viðkomandi hæfni; - skoðunar á hvert framlag nema hafi verið við viðkomandi aðstæður; mats á hvort framlagið megi teljast fullnægjandi. Áhersla er lögð á að hver leiðbeinandi og námsfólk fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist og hvernig námsfólki gangi að ná hæfniviðmiðum námsins. Námsmat nýtist sem staðfesting á námsárangri og jafnframt sem lærdómur, hvatning og endurgjöf á námstímanum.
Starfsnám: Verkþjálfun skal fara fram samhliða náminu til að styðja við yfirfærslu náms og vera við eins raunverulegar aðstæður og nokkur kostur er. Verkefnastjóri útfærir starfsnám í takt við þarfir samstarfsaðila og námsfólks hverju sinni. Verkefnastjóri náms og/eða yfirmaður þjálfunar á vinnustað fylgist með framvindu, tryggir að þjálfun nái til allra þátta í náminu og styðji nema í því sem snýr að þjálfun á vinnustað. Það má til dæmis að hluta gera í tengslum við lokaverkefni þar sem unnið er með alla þætti námsins.
Markhópar
  • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
  • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
  • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
  • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
  • einstaklingar sem búa við skerta möguleika til náms eða atvinnuþátttöku
  • einstaklingar með þörf fyrir að afla viðurkenningar á gildi náms sem fellur utan hins formlega framhaldsskóla- og háskólakerfis
  • einstaklingar með nám og reynslu sem aflað hefur verið utan hins formlega skólakerfis
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á samhengi á milli lykilþátta íslenskrar ferðaþjónustu (gæða-, umhverfis- og öryggismál) og velgengni í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á starfssviði sínu
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á nærumhverfi sínu sem ferðamannastaðar
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á fjölbreyttum hópi viðskiptavina.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að bregðast við ófyrirséðum atvikum í starfi á viðurkenndan hátt
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að vinna skipulega og markvisst að viðfangsefnum starfsins
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að beita jákvæðum leiðum til samskipta við samstarfsfólk og fjölbreyttan hóp viðskiptavina.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að sinna viðfangsefnum starfsins á sjálfstæðan hátt
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að sinna fjölbreyttum hópi viðskiptavina
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að auka þekkingu sína á helstu áfangastöðum á landsvæðinu sem ferðamannastaðar.


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

100  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Lýsing: Vísað er til námskrárinnar á vef FA um tillögu að útfærslu á röðun námsþátta í þrjú heildstæð námskeið til að ljúka námskránni.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Jafnrétti:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi: