Námskrá
Titill: | Skjalaumsjón (Staðfestingarnúmer 402) 18-402-2-160 |
Lýsing: | Námskráin Skjalaumsjón byggir á starfaprófílnum „Starfsmaður við skjalaumsjón“ sem unnin var af Framvegis – miðstöð símenntunar eftir aðferð Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins við hæfnigreiningar. Skjalaumsjón lýsir námi á 2. þrepi, skipt í 13 námsþætti. Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við skjölun og frágang skjala. Námið byggir á hagnýtum viðfangsefnum tengdum skjalastjórnun með sérstaka áherslu á rafræna skjalastjórnun. Í náminu er áhersla lögð á að kenna grunnatriði í skjölun, verkferlum, lögum og reglum sem tengjast skjölun, skjalalyklum sem og tölvuforritum sem tengjast rafrænni skjalastýringu. Markmið námsins er að starfsfólk við skjölun hafi þá hæfni sem þarf til að sinna skilgreindum verkefnum starfsins samkvæmt starfaprófíl. Starf við skjölun er skilgreint þannig: Starfsmaður við skjalaumsjón stýrir skjölum í ákveðinn farveg samkvæmt þeim lögum og reglum sem gilda hverju sinni og þeim skjalakerfum sem eru í notkun innan fyrirtækis/stofnunar. Starfsmaður vinnur undir leiðsögn ábyrgðaraðila skjalasafns fyrirtækis/stofnunar og/eða eftir fyrirfram ákveðnum verkferlum og reglum. Meginviðfangsefni starfsins felast í móttöku, skráningu, skipulagi og frágangi gagna/skjala samkvæmt lögum og reglugerðum um skjalavörslu og til að tryggja öruggt aðgengi réttra aðila. Sömuleiðis sinnir starfsmaður við skjalavörslu þjónustu við bæði ytri og innri viðskiptavini. Starfsmaður þarf að virða trúnað og viðhafa öguð vinnubrögð. Í starfinu reynir á skipulagshæfni og meðhöndlun rafrænna gagna þar sem mikill hluti starfsins fer fram á tölvum. Starfsmaðurinn starfar á fjölbreyttum vettvangi, hjá opinberum aðilum, líkt og sveitarfélögum og ríkinu, sem og hjá fyrirtækjum í einkaeigu. Starfsmaður við skjalaumsjón þarf að hafa þekkingu á reglum Þjóðskjalasafns um frágang og varðveislu gagna ásamt helstu lögum og reglugerðum sem tengjast skjalavörslu. Helstu verkefni starfsmanns við skjalaumsjón eru; móttaka og frágangur skjala, bæði rafrænt og á pappír sem berast fyrirtæki/stofnun eða eru mynduð þar, skanna skjöl eftir þörfum og setja þau inn í skjalakerfi stofnunar/fyrirtækis, skilgreina og tilkynna ábyrgðaraðila skjala, tryggja aðgengileika gagna fyrirtækis/stofnunar, veita afmarkaða ráðgjöf, ganga frá virkum og óvirkum gögnum, leita og safna saman gögnum fyrir innri og ytri viðskiptavini, pakka skjölum til varðveislu, útbúa geymsluskrá samkvæmt geymslu- og grisjunaráætlun, grisja skjöl samkvæmt grisjunarheimild þar sem það á við. Námið er spannar 160 klukkustunda vinnu námsmanns sem mögulegt er að meta til 8 eininga á framhaldsskólastigi. |
Grunnupplýsingar
Inntökuskilyrði: | Fullorðið fólk á vinnumarkaði með stutta formlega menntun. |
Skipulag: | Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins og skipar verkefnastjóra náms. Hlutverk hans er að hafa umsjón með náminu og framkvæmd þess, sjá til þess að námsþættir séu samþættir og tryggja rökrétta samfellu þeirra. Hann skipuleggur hvernig tíma hvers námsþáttar er varið, undir leiðsögn leiðbeinanda annars vegar og í sjálfstætt nám hins vegar. Lögð er áhersla á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnum námsmönnum. Æskilegt er að leiðbeinendur hafi í huga alla námsþætti námskrárinnar, til að tryggja samþættingu námsþátta, og leitist við að nota raunveruleg viðfangsefni. Miðað er við að verkþjálfun fari fram samhliða náminu til að styðja við yfirfærslu náms. Heimavinna fylgir náminu en getur verið mismikil eftir námsþáttum og einstaklingum. |
Námsmat: | Námsárangur er metinn út frá þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum námsins með fjölbreyttum matsaðferðum sem fræðsluaðili samþykkir og lýst er í kennsluáætlun. Áhersla er lögð á að leiðbeinandi og námsmenn fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist og hvernig námsmönnum gangi að ná hæfniviðmiðum námsins. Námsmati er ætlað að nýtast sem staðfesting á námsárangri og jafnframt sem lærdómur, hvatning og endurgjöf á námstímanum. |
Starfsnám: | |
Markhópar |
|
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið |
|
Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá
160 klst. |
Kjarni Námsþættir í námskrá
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni
Lýsing: | Heimilt er, með skriflegu samþykki FA, að fella niður námsþætti og bæta skyldum námsþáttum við án þess þó að draga úr heildarfjölda námsstunda enda fari breytingin ekki í bága við markmið eða tilgang námskrárinnar. |