Json

Námskrá

Titill: Sterkari starfskraftur (Staðfestingarnúmer 498) 21-498-2-160
Lýsing: Námskráin Sterkari starfskraftur lýsir námi á 2. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Námið skiptist í 13 námsþætti og er tilgangur þess að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem starfa eða hafa hug á að starfa við almenn skrifstofustörf og auka færni þeirra við upplýsingatækni. Í náminu er lögð áhersla á að efla einstaklinginn með því að þjálfa jákvæð samskipti, aðlögunarhæfni, markmiðasetningu og efla ábyrgð einstaklings á eigin þróun, heilsu og vellíðan. Notkun helstu forrita, skýjalausna og snjalltækja er þjálfuð og fjallað um upplýsingalæsi, netöryggi og meðferð upplýsinga. Fjallað er um siðferði og samskiptareglur á netinu sem og sjálfbærni og umhverfisvitund. Lögð áhersla á að efla frumkvæði og skapandi hugsun við lausn verkefna. Markmiðið er að námsmenn fái aukna þekkingu og leikni til að takast á við örar breytingar í atvinnulífinu samfara fjórðu iðnbyltingunni og auka færni sína í upplýsingatækni. Námið er 160 klukkustundir að lengd, sem meta má til allt að 8 eininga á framhaldsskólastigi. Skólastjórnendur bera ábyrgð á mati frá öðrum fræðslustofnunum.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Námið er ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaði með þá hæfni sem þarf til að takast á við alla hluta námsins.
Skipulag: Námið samanstendur af bóklegum og verklegum þáttum þar sem tengsl við vinnustaði eru æskileg til að þjálfa verklag og styrkja tengsl námsmanna við atvinnulífið. Lögð er áhersla á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnum námsmönnum og að þeir hafi með sér samráð um samþættingu námsþátta og taki tillit til markmiða og reynslu námsmanna og leitist við að nota raunveruleg viðfangsefni. Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins og skipar verkefnisstjóra sem hefur umsjón með náminu og framkvæmd þess. Hann skipuleggur hvernig tíma hvers námsþáttar er varið, undir leiðsögn leiðbeinanda annars vegar og í sjálfstætt nám hins vegar og setur fram í kennsluáætlun.
Námsmat: Námsárangur er metinn út frá þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum námsins með fjölbreyttum matsaðferðum sem fræðsluaðili samþykkir og lýst er í kennsluáætlun. Áhersla er lögð á að leiðbeinandi og námsmenn fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist. Námsmati er ætlað að nýtast sem staðfesting á námsárangri og jafnframt sem lærdómur, hvatning og endurgjöf á námstímanum.
Starfsnám: Á ekki við.
Markhópar
 • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
 • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
 • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
 • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
 • einstaklingar sem búa við skerta möguleika til náms eða atvinnuþátttöku
 • einstaklingar með þörf fyrir að afla viðurkenningar á gildi náms sem fellur utan hins formlega framhaldsskóla- og háskólakerfis
 • einstaklingar með nám og reynslu sem aflað hefur verið utan hins formlega skólakerfis
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
 • eiga í farsælu samstarfi og samskiptum við ólíka einstaklinga við mismunandi aðstæður.
 • setja sér stefnu og markmið um eigin starfsþróun, símenntun og heilsueflingu.
 • vinna í netumhverfi á ábyrgan hátt.
 • virða og stuðla að umhverfisvernd, lýðræði og mannréttindum á vinnustað.
 • leysa fjölbreytt verkefni með skapandi og gagnrýnni hugsun.
 • koma hugmyndum sínum á framfæri, sýna frumkvæði og beita lausnamiðun.
 • nota tölvur og snjallforrit sér til gagns og geta átt samskipti með rafrænum hætti.
 • vinna með margvísleg gögn á ábyrgan hátt með tilliti til persónuverndar og höfundarréttar.
 • velja og meta forrit og netumhverfi sem hentar hverju viðfangsefni.
 • geta dregið mörk milli vinnu og einkalífs og greint streituvalda.
 • færni til að geta unnið í síbreytilegu vinnuumhverfi.


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

160  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Lýsing: Skipuleggjanda er heimilt að gera breytingar sem nema allt að 10% af heildarlengd námsins ef þær fara ekki í bága við markmið eða tilgang þess.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Jafnrétti:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi: