Json

Námskrá

Titill: Uppleið – nám byggt á hugrænni atferlismeðferð (Staðfestingarnúmer 403) 18-403-2-40
Lýsing: Námskráin Uppleið – nám byggt á hugrænni atferlismeðferð (HAM) lýsir námi á 2. þrepi sem skiptist í 5 námsþætti. Náminu er ætlað að ná til þeirra einstaklinga innan markhóps framhaldsfræðslu sem síst afla sér menntunar og greiða leið þeirra til áframhaldandi náms og virkni með hvatningu og sjálfstyrkingu að leiðarljósi. Markmiðið er að auka færni námsmanna til að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir HAM í daglegu lífi og breyta þannig hugsun, tilfinningum og hegðun og í kjölfarið viðhalda betri líðan. Við hönnun námsleiðarinnar var stuðst við HAM handbók um hugræna atferlismeðferð sem gefin var út af Reykjalundi. Mælt er með því að það efni verði notað sem helsta námsefni námsleiðarinnar og að leiðbeinendur séu sálfræðingar eða aðrir sérfræðingar í HAM. Heildarlengd námsins eru 40 klukkustundir. Til þess að tryggja gæði námsins er mælt með að nemendur í námshópi verði 6 til 8 talsins.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Æskilegt er að nemendur komi inn í námið í kjölfar skimunar á kvíða og þunglyndi sem unnin er af sérfræðingum, t.d. sálfræðingum, félagsráðgjöfum eða náms- og starfsráðgjöfum.
Skipulag: Námið er byggt á hugrænni atferlismeðferð og er bæði bóklegt og verklegt. Kennt er í formi fyrirlestra, umræðna og verkefnavinnu í kennslustundum auk vinnu án leiðbeinanda. Heimanám er mjög mikilvægt þar sem námsmenn vinna ýmis verkefni sem stuðla að því að þeir tileinki sér aðferðir HAM. Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins og skipar verkefnastjóra þess. Hlutverk hans er að hafa umsjón með náminu og framkvæmd þess, sjá til þess að námsþættir séu samþættir og tryggja rökrétta samfellu þeirra. Verkefnastjóri ber ábyrgð á þjónustu við námsmenn. Til þess að tryggja gæði námsins þurfa leiðbeinendur að hafa sérþekkingu á HAM, einnig er æskilegt að í hverjum hóp séu ekki fleiri en 6 til 8 námsmenn. Lögð er áhersla á að leiðbeinendur fylgi gagnreyndum aðferðum HAM og noti t.d. HAM handbók um hugræna atferlismeðferð sem gefin var út af Reykjalundi sem námsefni. Til þess að tryggja líkur á að nemendur nái hæfniviðmiðum námskrárinnar þurfa leiðbeinendur að tryggja samþættingu námsþátta og kenna þá í eftirfarandi röð: 1) Þunglyndi og kvíði 2) Markmið 3) Breytt hugsun - breytt líðan 4) Sjálfsmat og sjálfsefling 5) Bakslagsvarnir. Námsmenn þurfa að hafa aðgang að ráðgjafa meðan á náminu stendur og æskilegt er að nemendur hafi aðgang að sálfræðingi ef þurfa þykir.
Námsmat: Námsárangur er metinn út frá þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum námsins. Áhersla er lögð á að leiðbeinandi og námsmenn fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist og hvernig námsmönnum gangi að ná hæfniviðmiðum námsins. Námsmati er ætlað að nýtast sem staðfesting á námsárangri og jafnframt sem lærdómur, hvatning og endurgjöf á námstímanum. Æskilegt er að námsmaður ljúki verkefnum eins námsþáttar áður en hann byrjar á þeim næsta.
Starfsnám: Á ekki við.
Markhópar
 • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
 • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
 • einstaklingar sem búa við skerta möguleika til náms eða atvinnuþátttöku
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á hugrænni atferlismeðferð (HAM).
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á tengslum hugsana, tilfinninga og hegðunar.
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á eigin tilfinningum.
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á áhrifum hugsana á líðan.
 • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á hvernig hægt er að skipta neikvæðum hugsunum út fyrir hjálplegar.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að tengja eigin hugsanir við andlega og líkamlega líðan sína og hegðun.
 • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að sjá samhengið á milli þess hvernig hann hugsar, líður og hegðar sér.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að gera sér grein fyrir hvað skiptir máli til að ná árangri í HAM.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar í daglegu lífi.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að hafa áhrif á eigin líðan með því að breyta hugsunum eða hegðun.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að breyta eigin hugsunum og tilfinningum.
 • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að beita bakslagsvörnum út frá mati á eigin líðan.


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

40  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Nei, frjálst val er ekki leyft

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Jafnrétti:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi:
Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar: