Námskrá
Titill: | Íslensk menning og samfélag (Staðfestingarnúmer 253) 18-253-2-200 |
Lýsing: | Námskráin Íslensk menning og samfélag lýsir námi á 1. og 2. þrepi sem skiptist í 7 námsþætti. Tilgangur námsins er að auðvelda fólki af erlendum uppruna aðlögun að íslenskum vinnumarkaði og samfélagi. Í náminu er lögð áhersla á íslenskt mál, menningu, samfélag og atvinnulíf ásamt því að byggja upp sjálfstraust og samskiptafærni. Námið fer fram á íslensku. Heildarlengd námsins er 200 klukkustundir. Námið jafngildir 10 einingum á framhaldsskólastigi. |
Grunnupplýsingar
Inntökuskilyrði: | Fullorðið fólk á vinnumarkaði, með stutta formlega menntun sem ekki hefur íslensku að móðurmáli. Krafa er gerð um hæfni til að skilja og tjá sig á einfaldri íslensku, eða sem samsvarar að lágmarki þeim viðmiðum sem sett eru í námskránni Að lesa og skrifa á íslensku. |
Skipulag: | Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins og skipar verkefnastjóra náms. Hlutverk verkefnastjóra er að hafa umsjón með náminu og framkvæmd þess, sjá til þess að námsþættir séu samþættir og tryggja rökrétta samfellu þeirra. Lögð er áhersla á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnum námsmönnum. Æskilegt er að leiðbeinendur hafi í huga alla námsþætti námskrárinnar til að tryggja enn frekar samþættingu námsþátta og leitist við að nota raunveruleg viðfangsefni. Framsetning námsefnis þarf að taka mið af reynslu námsmanna og leiðbeinendur þurfa að vera hugmyndaríkir og skapandi þegar kemur að samþættingu námsþátta með áherslu á að tengja sem flesta námsþætti við íslenskt mál og málnotkun. Námið fer að miklu leyti fram með umræðum og verkefnavinnu þar sem námsmenn afla sér upplýsinga, svo sem á Netinu, í fjölmiðlum og hjá stofnunum. Fréttir, dægurmál og atvik úr lífi og starfi námsmanna eiga að njóta forgangs fram yfir hefðbundið námsefni. Heimavinna fylgir náminu en getur verið mismikil eftir námsþáttum og einstaklingum. Leiðbeinendur tala íslensku. Ef brýn þörf er á, skýra þeir mál sitt á öðru tungumáli sem hentar námsmannahópnum. |
Námsmat: | Námsárangur er metinn út frá þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum námsins með fjölbreyttum matsaðferð/um sem fræðsluaðili samþykkir og lýst er í kennsluáætlun. Áhersla er lögð á að leiðbeinandi og námsmenn fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist og hvernig námsmönnum gangi að ná hæfniviðmiðum námsins. Námsmati er ætlað að nýtast sem staðfesting á námsárangri og jafnframt sem lærdómur, hvatning og endurgjöf á námstímanum. |
Starfsnám: | Nei |
Markhópar |
|
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið |
|
Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá
200 klst. |
Kjarni Námsþættir í námskrá
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni
Lýsing: | Skipuleggjanda er heimilt að gera breytingar sem nema allt að 10% af heildarlengd námsins ef þær fara ekki í bága við markmið eða tilgang þess. Breytingar, sem nema meira en 10% eru aðeins heimilaðar með samþykki Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Heildarnámstími námskrárinnar Íslensk menning og samfélag er 200 klukkustundir af þeim tíma er gert ráð fyrir 20 klukkustundum í val. Fræðsluaðili og námsmenn ráðstafa þessum tíma að teknu tilliti til þarfa námsmanna hverju sinni eða notar til að auka vægi einstakra námsþátta. Tilgangur námsþáttarins er að styrkja námsmannahópinn sem heild eða koma til móts við þarfir þeirra einstaklinganna sem stunda námið. Einnig getur verið um að ræða val út frá einstaklingsbundnu áhugasviði eða út frá námsframboði hjá fræðsluaðila. Fræðsluaðila er heimilt að meta inn í frjálst val nám frá öðrum fræðsluaðilum eða skólum. Dæmi um valgreinar: Frumkvöðlafræði, heilsuefling, íþróttir, leiklist, skapandi hugmyndavinna, verkgreinar. |