Námskrá
Titill: | Nám í stóriðju - grunnnám (Staðfestingarnúmer 277) 17-277-1-400 |
Lýsing: | Námsskráin Nám í stóriðju – grunnnám lýsir námi á 1. þrepi, skipt í 20 námsþætti. Námið er ætlað þeim sem sinna starfi í stóriðju þar sem bræðsluofnar eða rafgreiningarker eru burðarásar í framleiðslunni og rafgreining, efnisvinnsla, steypa, kerfóðrun, flutningar, rannsóknir, ofngæsla, mölun og sigtun eru meðal þess sem þarf til framleiðslunnar. Tilgangur námsins er að auka hæfni starfsfólks til að sinna fjölbreyttum störfum í stóriðju, auka öryggi við vinnu, styrkja starfs- og samskiptahæfni, auka starfsánægju og gera vinnustaðinn eftirsóknarverðari, ásamt því að auka verðmætasköpun, auðvelda innleiðingu breytinga og styrkja samkeppnisstöðu stóriðjufyrirtækja. Í náminu er lögð áhersla á lærdómsferlið, að námsmenn auki hæfni sína í að afla og miðla upplýsingum og efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Þeir sem ljúka þessu námi eiga þess kost að fara í Nám í stóriðju – framhaldsnám. Námið er 400 klukkustunda langt sem meta má til allt að 20 eininga á framhaldsskólastigi. |
Grunnupplýsingar
Inntökuskilyrði: | Námið er ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaði sem hefur stutta formlega menntun. |
Skipulag: | Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins. Í náminu er tvinnað saman bóklegt nám, verkleg þjálfun og vettvangsnám. Fræðsluaðili sér um að skipuleggja, í samstarfi við vinnustað, þann hluta náms sem þar fer fram og hvaða hæfniviðmið á sérstaklega að leggja áherslu á. Æskilegt er að námið byggi á raunverulegum viðfangsefnum þegar það á við. Fræðsluaðili tryggir gæði náms og felur starfsfólki á sínum vegum verkstjórn sem felur í sér undirbúning, kynningu, framkvæmd og eftirfylgni námsins. Einhver heimavinna fylgir náminu en getur verið mismunandi eftir námsþáttum og einstaklingum. Miðað er við að verkleg þjálfun, raunhæf verkefni og vettvangsnám séu að minnsta kosti fjórðungur af heildarlengd námsins. Æskilegt er að námsþættir séu samþættaðir eftir föngum og að leiðbeinendur hafi í huga alla námsþætti námsskrárinnar. Bæði er gagnlegt að byggja á þeim þáttum sem búið er að vinna með og svo næst meiri breidd í námið með víðtækri samþættingu. Lögð er áhersla á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnum námsmönnum. Með fagtengdu lokaverkefni er lögð áhersla á að námsmenn fái aukna faglega þekkingu og innsýn í starfsemi vinnustaðarins þar sem þeir vinna. Lokaverkefninu er ætlað að tengja saman námsþætti og dýpka þekkingu á völdum sviðum. Lokaverkefnið felur einnig í sér tækifæri fyrir bæði námsmenn og fræðsluaðila til að meta heildarárangur námsins. |
Námsmat: | Námsárangur er metinn með fjölbreyttum matsaðferðum, út frá hæfniviðmiðum námsins. Námsmati er ætlað að nýtast bæði sem staðfesting á námsárangri en ekki síður sem lærdómur, hvatning og endurgjöf á námstímanum. Með lokaverkefni er heildarárangur námsins metinn. Fræðsluaðili getur lagt áherslu á tiltekna námsþætti við mat á lokaverkefni, allt eftir stöðu námsmanns. Lagt er til að námsmenn haldi verkdagbók sem lið í að meta námsframvindu sína. Í verkdagbókina safna námsmenn gögnum úr náminu en það gerir þeim kleift að halda utan um þá þekkingu, leikni og hæfni sem þeir öðlast meðan á náminu stendur. Jafnframt auðveldar það þeim og leiðbeinendum að meta hvort námið skili tilætluðum árangri. |
Starfsnám: | Ekki er um eiginlegt starfsnám að ræða en æskilegt er að meðan á námi stendur fái starfsmenn innan stóriðjufyrirtækja kynningu á sem flestum starfsstöðvum innan stóriðjunnar með því að heimsækja aðrar starfsstöðvar en sínar eigin. |
Markhópar |
|
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið |
|
Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá
400 klst. |
Kjarni Námsþættir í námskrá
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni
Lýsing: |