Json

Námskrá

Titill: Starfsnám í vöruhúsi (Staðfestingarnúmer 176) 16-176-2-120
Lýsing: Námskráin Starfsnám í vöruhúsi lýsir námi á 2. þrepi fyrir starfsfólk í vöruhúsum eða á lager en hún hentar einnig einstaklingum sem hafa hug á að sinna slíku starfi. Námið er sniðið að fólki sem er 20 ára eða eldri og hefur stutta formlega skólagöngu að baki. Tilgangur námsins er að efla þekkingu og auka hæfni starfsfólks í vöruhúsum sem tekur á móti vörum og afgreiðir vörur ásamt því að fylgjast með vörulager. Í náminu er áhersla lögð á að byggja upp grunnþekkingu á helstu verkefnum starfsfólks í vöruhúsum og þjálfa notkun á aðferðum, tækjum og búnaði sem tilheyra starfinu. Einnig er lögð áhersla á þekkingu á starfsumhverfi vöruhúsa og á samskipti og þjónustu við viðskiptavini og samstarfsfólk. Vinnuumhverfi getur verið afar mismunandi, allt frá litlum lagerum til stórra vöruhúsa. Markmið námsins er að starfsfólk í vöruhúsum hafi þá hæfni sem þarf til að sinna skilgreindum verkefnum starfsins sem eru að: taka á móti vörum á lager, athuga hvort vörur séu í samræmi við pöntun, raða vörum á bretti, í hillur eða stæður, afgreiða pantanir, ferma og afferma flutningabíla og gáma, halda skrá yfir vörubirgðir, taka á móti endursendum vörum, pakka vörum til flutnings. Námskráin er 120 klukkustundir á lengd, skipt í 7 námþætti. Mögulegt er að meta hana til 6 eininga á framhaldsskólastigi.

Grunnupplýsingar

Inntökuskilyrði: Engin inntökuskilyrði.
Skipulag: Námið er fyrst og fremst verklegt nám og tengsl við vinnustaði eru mikilvæg þar sem áhersla er lögð á þjálfun í að nota tæki og búnað á vinnustað. Í verklegum hluta námsins er gerð krafa um samstarf við lykilstarfsfólk sem hefur umsjón með verkefnum á vinnustað. Lögð er áhersla á að leiðbeinendur noti fjölbreyttar kennsluaðferðir sem henta fullorðnum námsmönnum og að þeir hafi með sér samráð um samþættingu námsþátta og tengingu við verkefni starfsins. Einhver heimavinna fylgir náminu en getur verið mismunandi eftir námsþáttum og einstaklingum. Viðurkenndur fræðsluaðili ber ábyrgð á framkvæmd námsins og skipar verkefnastjóra sem hefur umsjón með náminu.
Námsmat: Námsárangur er metinn út frá þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum námsins með matsaðferð sem fræðsluaðili samþykkir og lýst er í kennsluáætlun. Námsárangur er metinn með fjölbreyttum matsaðferðum. Mælst er til þess að námsmenn haldi verkdagbók sem lið í að meta námsframvindu sína og áhersla er lögð á að leiðbeinandi og námsmaður fari reglulega yfir það sem hefur áunnist í náminu.
Starfsnám: Einn námsþátturinn er „Starfsþjálfun“ (F-VARA2ÞJ_5). Tilgangur þess námsþáttar er að styðja við yfirfærslu náms á vinnustað og þjálfa þá þekkingu, leikni og hæfni sem námið hefur byggt upp við raunverulegar aðstæður. Fræðsluaðili ásamt vinnuveitanda skipuleggja starfsþjálfun í samræmi við gátlista fyrir starfsnám í vöruhúsi. Einnig er æskilegt að skipuleggja aðra hluta námsins að einhverju leyti sem vinnustaðanám.
Markhópar
  • einstaklingar með stutta skólagöngu að baki
  • einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki
  • einstaklingar sem vilja efla starfshæfni sína
  • starfsmenn í atvinnulífi með þörf fyrir aukna þekkingu og hæfni,
  • einstaklingar með þörf fyrir að afla viðurkenningar á gildi náms sem fellur utan hins formlega framhaldsskóla- og háskólakerfis
  • einstaklingar með nám og reynslu sem aflað hefur verið utan hins formlega skólakerfis
Hæfni-, þekkingar- og leikniviðmið
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á grunnatriðum við móttöku og afgreiðslu á vörum.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á verkferlum við vörumeðferð til að tryggja gæði vöru.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á helstu öryggisatriðum í vöruhúsum.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á umhverfismálum og mikilvægi flokkunar og endurvinnslu.
  • Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á mikilvægi góðs sjálfstrausts í samskiptum.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að fylgja fyrirfram ákveðnum verkferlum og reglum á vinnustað.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að beita réttum aðferðum við móttöku á vörum.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að vinna með vöruflokka eftir viðeigandi verkferlum.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að skrá birgðir og sinna eftirliti með birgðum.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að vinna í samræmi við hreinlætis- og gæðakröfur.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að afgreiða vörur og fylgja viðeigandi verkferlum.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að beita líkamanum rétt við vinnu.
  • Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að eiga árangursrík samskipti við samstarfsfólk og viðskiptavini.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að sinna störfum við móttöku, meðferð og afgreiðslu á vörum.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að vinna eftir gæðaferlum um hreinlætis- og öryggismál.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að sýna ábyrgð með réttri og nákvæmri skráningu í birgðakerfi.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að sýna skilning á mikilvægi þess að fylgja fyrirfram ákveðnum verkferlum og reglum á vinnustað.
  • Námsmaður skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að tileinka sér jákvætt viðhorf til starfsins.


Nemendastundir Fjöldi klukkustunda til að ljúka námskrá

120  klst.

Kjarni Námsþættir í námskrá


Námsgrein
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
Vinnustundir
Credits Percentage
Þrep 1
Þrep 2
Þrep 3
Þrep 4
 
 
 
 

Frjálst Val Aðrir óskilgreindir námsþættir sem hægt er að velja/meta í námskránni

Lýsing: Skipuleggjanda er heimilt að gera breytingar sem nema allt að 10% af heildarlengd námsins ef þær fara ekki í bága við markmið eða tilgang námsins og heildarlengd námsins er ekki minna en 120 vinnustundir. Breytingar sem nema meira en 10% af heildarlengd námsins eru aðeins heimilaðar með samþykki Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Grunnþættir og lykilhæfni Hvernig unnið er með grunnþætti og lykilhæfni

Læsi, tjáning og samskipti um tölur og upplýsingar:
Námshæfni:
Skapandi hugsun og hagnýting þekkingar:
Menntun til sjálfbærni:
Læsi, tjáning og samskipti á erlendum tungumálum:
Heilbrigði:
Læsi, tjáning og samskipti á íslensku:
Lýðræði og mannréttindi:
Jafnrétti: